Fyrirtæki án raftækja? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar 22. maí 2023 13:00 Eru raftæki nauðsynlegur partur af starfi þínu? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svarið sé já! Stjúppabbi minn sem er blaðamaður lýsti því eitt sinn fyrir mér hvernig var að skrifa grein áður en tölvur voru nýttar í það verkefni og áratugum áður en veraldavefurinn komst í gagnið. Mér leið eins og hann væri að tala um eitthvað sem hefði gerst í fornöld. Gleðin sem ég greindi í röddinni þegar hann talaði um byltinguna sem fólst í komu faxtækjanna er ógleymanleg! Raftæki eru orðin svo órjúfanlegur þáttur af nánast öllum athöfnum daglegs lífs að það er vart hægt að hugsa sér samfélagið án þeirra. Hvort sem við horfum til lífsins utan eða innan vinnunnar. Fyrir atvinnulífið hafa raftæki gjörbreytt öllu. Verkefni sem áður tóku marga daga er hægt að leysa núna á nokkrum mínútum. Staðreyndin er þó sú að raftæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Mikið magn þessara tækja eru notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg. Raftækjaúrgangur er því einn af straumum úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og allt of lítill hluti skilar sér til endurvinnslu. Þörfin fyrir raftæki mun bara halda áfram að vaxa í síbreytilegum heimi snjallvæðingar og gervigreindar en með þessu áframhaldi munum við ekki eiga efnivið í raftæki framtíðarinnar. Ljóst er að fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf og lifa af þurfa að taka með í reikninginn að auðlindir eru takmarkaðar. Regluverk sem er á leiðinni mun kalla á umhverfisvænni leiðir, neytendur munu gera síauknar kröfur til fyrirtækja og svo er það einfaldlega það eina rétta gagnvart framtíðarkynslóðum. Fyrir atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli að undirbúa sig og vera í stakk búið til að koma auga á tækifærin sem felast í þessum áskorunum. Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Sorpu, Úrvinnslusjóð og Tækniskólann bjóðum öll áhugasöm velkomin á fundinn Er‘ekki allir í stuði?! sem verður haldinn í Góða hirðinum 24. maí næstkomandi. Þar sköpum við vettvang til að ræða saman um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að umhverfisáhrifum raftækja, kynnast regluverkinu og hringrásarhagkerfinu sem geymir mörg af þeim úrræðum sem við þurfum á að halda. Skráning og nánari upplýsingar á samangegnsoun.is. Höfundur er teymisstjóri á svið loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eru raftæki nauðsynlegur partur af starfi þínu? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svarið sé já! Stjúppabbi minn sem er blaðamaður lýsti því eitt sinn fyrir mér hvernig var að skrifa grein áður en tölvur voru nýttar í það verkefni og áratugum áður en veraldavefurinn komst í gagnið. Mér leið eins og hann væri að tala um eitthvað sem hefði gerst í fornöld. Gleðin sem ég greindi í röddinni þegar hann talaði um byltinguna sem fólst í komu faxtækjanna er ógleymanleg! Raftæki eru orðin svo órjúfanlegur þáttur af nánast öllum athöfnum daglegs lífs að það er vart hægt að hugsa sér samfélagið án þeirra. Hvort sem við horfum til lífsins utan eða innan vinnunnar. Fyrir atvinnulífið hafa raftæki gjörbreytt öllu. Verkefni sem áður tóku marga daga er hægt að leysa núna á nokkrum mínútum. Staðreyndin er þó sú að raftæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Mikið magn þessara tækja eru notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg. Raftækjaúrgangur er því einn af straumum úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og allt of lítill hluti skilar sér til endurvinnslu. Þörfin fyrir raftæki mun bara halda áfram að vaxa í síbreytilegum heimi snjallvæðingar og gervigreindar en með þessu áframhaldi munum við ekki eiga efnivið í raftæki framtíðarinnar. Ljóst er að fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf og lifa af þurfa að taka með í reikninginn að auðlindir eru takmarkaðar. Regluverk sem er á leiðinni mun kalla á umhverfisvænni leiðir, neytendur munu gera síauknar kröfur til fyrirtækja og svo er það einfaldlega það eina rétta gagnvart framtíðarkynslóðum. Fyrir atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli að undirbúa sig og vera í stakk búið til að koma auga á tækifærin sem felast í þessum áskorunum. Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Sorpu, Úrvinnslusjóð og Tækniskólann bjóðum öll áhugasöm velkomin á fundinn Er‘ekki allir í stuði?! sem verður haldinn í Góða hirðinum 24. maí næstkomandi. Þar sköpum við vettvang til að ræða saman um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að umhverfisáhrifum raftækja, kynnast regluverkinu og hringrásarhagkerfinu sem geymir mörg af þeim úrræðum sem við þurfum á að halda. Skráning og nánari upplýsingar á samangegnsoun.is. Höfundur er teymisstjóri á svið loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar