Fyrirtæki án raftækja? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar 22. maí 2023 13:00 Eru raftæki nauðsynlegur partur af starfi þínu? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svarið sé já! Stjúppabbi minn sem er blaðamaður lýsti því eitt sinn fyrir mér hvernig var að skrifa grein áður en tölvur voru nýttar í það verkefni og áratugum áður en veraldavefurinn komst í gagnið. Mér leið eins og hann væri að tala um eitthvað sem hefði gerst í fornöld. Gleðin sem ég greindi í röddinni þegar hann talaði um byltinguna sem fólst í komu faxtækjanna er ógleymanleg! Raftæki eru orðin svo órjúfanlegur þáttur af nánast öllum athöfnum daglegs lífs að það er vart hægt að hugsa sér samfélagið án þeirra. Hvort sem við horfum til lífsins utan eða innan vinnunnar. Fyrir atvinnulífið hafa raftæki gjörbreytt öllu. Verkefni sem áður tóku marga daga er hægt að leysa núna á nokkrum mínútum. Staðreyndin er þó sú að raftæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Mikið magn þessara tækja eru notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg. Raftækjaúrgangur er því einn af straumum úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og allt of lítill hluti skilar sér til endurvinnslu. Þörfin fyrir raftæki mun bara halda áfram að vaxa í síbreytilegum heimi snjallvæðingar og gervigreindar en með þessu áframhaldi munum við ekki eiga efnivið í raftæki framtíðarinnar. Ljóst er að fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf og lifa af þurfa að taka með í reikninginn að auðlindir eru takmarkaðar. Regluverk sem er á leiðinni mun kalla á umhverfisvænni leiðir, neytendur munu gera síauknar kröfur til fyrirtækja og svo er það einfaldlega það eina rétta gagnvart framtíðarkynslóðum. Fyrir atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli að undirbúa sig og vera í stakk búið til að koma auga á tækifærin sem felast í þessum áskorunum. Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Sorpu, Úrvinnslusjóð og Tækniskólann bjóðum öll áhugasöm velkomin á fundinn Er‘ekki allir í stuði?! sem verður haldinn í Góða hirðinum 24. maí næstkomandi. Þar sköpum við vettvang til að ræða saman um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að umhverfisáhrifum raftækja, kynnast regluverkinu og hringrásarhagkerfinu sem geymir mörg af þeim úrræðum sem við þurfum á að halda. Skráning og nánari upplýsingar á samangegnsoun.is. Höfundur er teymisstjóri á svið loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eru raftæki nauðsynlegur partur af starfi þínu? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svarið sé já! Stjúppabbi minn sem er blaðamaður lýsti því eitt sinn fyrir mér hvernig var að skrifa grein áður en tölvur voru nýttar í það verkefni og áratugum áður en veraldavefurinn komst í gagnið. Mér leið eins og hann væri að tala um eitthvað sem hefði gerst í fornöld. Gleðin sem ég greindi í röddinni þegar hann talaði um byltinguna sem fólst í komu faxtækjanna er ógleymanleg! Raftæki eru orðin svo órjúfanlegur þáttur af nánast öllum athöfnum daglegs lífs að það er vart hægt að hugsa sér samfélagið án þeirra. Hvort sem við horfum til lífsins utan eða innan vinnunnar. Fyrir atvinnulífið hafa raftæki gjörbreytt öllu. Verkefni sem áður tóku marga daga er hægt að leysa núna á nokkrum mínútum. Staðreyndin er þó sú að raftæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Mikið magn þessara tækja eru notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg. Raftækjaúrgangur er því einn af straumum úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og allt of lítill hluti skilar sér til endurvinnslu. Þörfin fyrir raftæki mun bara halda áfram að vaxa í síbreytilegum heimi snjallvæðingar og gervigreindar en með þessu áframhaldi munum við ekki eiga efnivið í raftæki framtíðarinnar. Ljóst er að fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf og lifa af þurfa að taka með í reikninginn að auðlindir eru takmarkaðar. Regluverk sem er á leiðinni mun kalla á umhverfisvænni leiðir, neytendur munu gera síauknar kröfur til fyrirtækja og svo er það einfaldlega það eina rétta gagnvart framtíðarkynslóðum. Fyrir atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli að undirbúa sig og vera í stakk búið til að koma auga á tækifærin sem felast í þessum áskorunum. Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Sorpu, Úrvinnslusjóð og Tækniskólann bjóðum öll áhugasöm velkomin á fundinn Er‘ekki allir í stuði?! sem verður haldinn í Góða hirðinum 24. maí næstkomandi. Þar sköpum við vettvang til að ræða saman um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að umhverfisáhrifum raftækja, kynnast regluverkinu og hringrásarhagkerfinu sem geymir mörg af þeim úrræðum sem við þurfum á að halda. Skráning og nánari upplýsingar á samangegnsoun.is. Höfundur er teymisstjóri á svið loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar