Hvaða grunnvatn? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. maí 2023 11:01 Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun