Fótbolti

Tap hjá Íslendingaliði Örebro

Smári Jökull Jónsson skrifar
Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Örebro í dag en hann er á sínu öðru tímabili hjá félaginu.
Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Örebro í dag en hann er á sínu öðru tímabili hjá félaginu. Vikingfk.no

Axel Óskar Andrésson og Valgeir Valgeirsson komu báðir við sögu hjá Örebro sem mætti Landskrona í næst efstu deild sænska boltans í dag.

Axel Óskar var í byrjunarliði Örebro sem hafði farið frekar illa af stað í Superettan á tímabilinu en liðið féll úr úrvalsdeildinni sumarið 2021. Valgeir Valgeirsson byrjaði leikinn hins vegar á bekknum.

Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Örebro. Landskrona komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Noel Milleskog minnkaði muninn í upphafi þess síðari. Skömmu síðar tókst Ade Fisic að bæta við marki fyrir gestina og staðan orðin 2-2.

Það voru hins vegar heimamenn sem áttu síðasta orðið. Ousmane Diawara skoraði sigurmarkið á 74. mínútu og tryggði Landskrona 3-2 sigur.

Axel Óskar lék fyrri hálfleikinn í vörn Örebro og Valgeir Valgeirsson kom inn á 74. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×