Kærð á ný vegna brots á lyfjareglum en segist verða fyrir árásum tennisyfirvalda Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 11:31 Simona Halep féll á lyfjaprófi í október en hefur nú verið ákærð fyrir annað brot á reglum. Vísir/Getty Ein besta tenniskona heims hefur verið kærð fyrir brot á lyfjareglum í annað sinn. Hún segir að verið sé að ráðast gegn sinni persónu og heitir því að hreinsa nafn sitt. Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023 Tennis Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023
Tennis Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira