Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Máni Snær Þorláksson skrifar 19. maí 2023 11:18 Bílaflotinn verður ekki fluttur úr landi eins og upphaflega stóð til. Vísir/Vilhelm Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. Fram kemur í tilkynningu frá bílaumboðinu Heklu, sem flutti leiðtogabílana til landsins fyrir fundinn, að helmingur bílanna hafi þegar verið seldur. Verða þeir afhentir nýjum eigendum á næstu dögum. Ríkið hafði samband við Heklu síðastliðið haust til að óska eftir bílum fyrir leiðtogafundinn. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að í kjölfarið hafi umboðið hafið samtal við þýska bifreiðaframleiðandann Audi. Friðbert segir að það hafi verið erfitt að ná öllum fimmtíu bílunum til landsins í tæka tíð. „Það reyndist þrautin þyngri því eins og mörgum er kunnugt um hefur stríðið í Úkraínu og Kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn hvað varðar aðfangakeðju með íhluti og búnað í rafmagnsbíla og því hefur reynst erfitt að fá bíla,“ er haft eftir forstjóranum í tilkynningunni. „Umboðið þurfti því að hafa töluvert fyrir því að fá þetta magn til landsins enda um nýjan bíl að ræða sem er framleiddur í takmörkuðu magni, enn sem komið er.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Fram kemur í tilkynningu frá bílaumboðinu Heklu, sem flutti leiðtogabílana til landsins fyrir fundinn, að helmingur bílanna hafi þegar verið seldur. Verða þeir afhentir nýjum eigendum á næstu dögum. Ríkið hafði samband við Heklu síðastliðið haust til að óska eftir bílum fyrir leiðtogafundinn. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að í kjölfarið hafi umboðið hafið samtal við þýska bifreiðaframleiðandann Audi. Friðbert segir að það hafi verið erfitt að ná öllum fimmtíu bílunum til landsins í tæka tíð. „Það reyndist þrautin þyngri því eins og mörgum er kunnugt um hefur stríðið í Úkraínu og Kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn hvað varðar aðfangakeðju með íhluti og búnað í rafmagnsbíla og því hefur reynst erfitt að fá bíla,“ er haft eftir forstjóranum í tilkynningunni. „Umboðið þurfti því að hafa töluvert fyrir því að fá þetta magn til landsins enda um nýjan bíl að ræða sem er framleiddur í takmörkuðu magni, enn sem komið er.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent