Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Máni Snær Þorláksson skrifar 19. maí 2023 11:18 Bílaflotinn verður ekki fluttur úr landi eins og upphaflega stóð til. Vísir/Vilhelm Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. Fram kemur í tilkynningu frá bílaumboðinu Heklu, sem flutti leiðtogabílana til landsins fyrir fundinn, að helmingur bílanna hafi þegar verið seldur. Verða þeir afhentir nýjum eigendum á næstu dögum. Ríkið hafði samband við Heklu síðastliðið haust til að óska eftir bílum fyrir leiðtogafundinn. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að í kjölfarið hafi umboðið hafið samtal við þýska bifreiðaframleiðandann Audi. Friðbert segir að það hafi verið erfitt að ná öllum fimmtíu bílunum til landsins í tæka tíð. „Það reyndist þrautin þyngri því eins og mörgum er kunnugt um hefur stríðið í Úkraínu og Kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn hvað varðar aðfangakeðju með íhluti og búnað í rafmagnsbíla og því hefur reynst erfitt að fá bíla,“ er haft eftir forstjóranum í tilkynningunni. „Umboðið þurfti því að hafa töluvert fyrir því að fá þetta magn til landsins enda um nýjan bíl að ræða sem er framleiddur í takmörkuðu magni, enn sem komið er.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
Fram kemur í tilkynningu frá bílaumboðinu Heklu, sem flutti leiðtogabílana til landsins fyrir fundinn, að helmingur bílanna hafi þegar verið seldur. Verða þeir afhentir nýjum eigendum á næstu dögum. Ríkið hafði samband við Heklu síðastliðið haust til að óska eftir bílum fyrir leiðtogafundinn. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að í kjölfarið hafi umboðið hafið samtal við þýska bifreiðaframleiðandann Audi. Friðbert segir að það hafi verið erfitt að ná öllum fimmtíu bílunum til landsins í tæka tíð. „Það reyndist þrautin þyngri því eins og mörgum er kunnugt um hefur stríðið í Úkraínu og Kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn hvað varðar aðfangakeðju með íhluti og búnað í rafmagnsbíla og því hefur reynst erfitt að fá bíla,“ er haft eftir forstjóranum í tilkynningunni. „Umboðið þurfti því að hafa töluvert fyrir því að fá þetta magn til landsins enda um nýjan bíl að ræða sem er framleiddur í takmörkuðu magni, enn sem komið er.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent