Sköpum minningar á Degi barnsins Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 21. maí 2023 08:01 Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi. Dagurinn er barnsins, setjum það og þarfir þess í fyrsta sæti. Leggjum allt annað til hliðar, slökkvum á snjalltækjum, veitum barninu óskipta athygli og sköpum jákvæðar og ánægjulegar minningar saman. Leyfðu deginum í dag að kalla fram barnið í þér þar sem hlátur, forvitni og barnslegt viðhorf ræður ríkjum. Leyfðu þér að leika, taka þátt og njóta. Leyfðu deginum að fylla hjarta þitt af barnslegri gleði, hamingju og von. Veldu að verja deginum í núvitund og vera fullkomlega til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Taktu eftir líðandi stundu með fulla athygli og opinn huga. Leyfðu þér að finna friðinn í augnablikinu án þess að festast í fortíð eða framtíð. Leyfðu þér að njóta dags barnsins. Unsplash Gleðiöndun Notaðu djúpa öndun til að hjálpa þér að sleppa takinu, auðvelda þér að leyfa barninu að vera við stjórn og njóta. Gleðiöndun er æfing sem ýtir undir gleði og vellíðan hjá þér og þínu barni. Andaðu djúpt að og ímyndaðu þér að lungun og líkaminn fyllist af gleði. Andaðu frá og leyfðu gleðinni að streyma frá þér. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú finnur gleðina umvefja þig. Gæðastund fjölskyldunnar Dagurinn í dag er tilvalin gæðastund fjölskyldunnar. Misjafnt er hvað fjölskyldumeðlimir flokka sem gæðastund. Hvettu barnið til að skipuleggja daginn, segðu já við tillögum þess, þó innan skynsamlegra marka. Leyfðu barninu að skapa sinn dag, fullan af athöfnum sem því þykja skemmtilegar eða ánægjulegar. Hér eru nokkrar tillögur: Spila, púsla, baka, elda, dansa Semja saman sögu eða brandara Fara í leiki (bæði inni og úti) Mála, leira, föndra Fara í göngutúr, hjólatúr, fjöruferð Fara í bíó, ísbúð, kaffihús, safn, bæjarferð Horfa á mynd, vera á náttfötunum allan daginn Taktu þátt í degi barnsins og leyfðu því að kalla fram bros með innihaldsríkri samveru án truflana eða áreitis m.a. frá snjalltækjum. Sköpum ánægjulegar minningar á Degi barnsins sem barnið getur leitað í um ókomna tíð. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Börn og uppeldi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi. Dagurinn er barnsins, setjum það og þarfir þess í fyrsta sæti. Leggjum allt annað til hliðar, slökkvum á snjalltækjum, veitum barninu óskipta athygli og sköpum jákvæðar og ánægjulegar minningar saman. Leyfðu deginum í dag að kalla fram barnið í þér þar sem hlátur, forvitni og barnslegt viðhorf ræður ríkjum. Leyfðu þér að leika, taka þátt og njóta. Leyfðu deginum að fylla hjarta þitt af barnslegri gleði, hamingju og von. Veldu að verja deginum í núvitund og vera fullkomlega til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Taktu eftir líðandi stundu með fulla athygli og opinn huga. Leyfðu þér að finna friðinn í augnablikinu án þess að festast í fortíð eða framtíð. Leyfðu þér að njóta dags barnsins. Unsplash Gleðiöndun Notaðu djúpa öndun til að hjálpa þér að sleppa takinu, auðvelda þér að leyfa barninu að vera við stjórn og njóta. Gleðiöndun er æfing sem ýtir undir gleði og vellíðan hjá þér og þínu barni. Andaðu djúpt að og ímyndaðu þér að lungun og líkaminn fyllist af gleði. Andaðu frá og leyfðu gleðinni að streyma frá þér. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú finnur gleðina umvefja þig. Gæðastund fjölskyldunnar Dagurinn í dag er tilvalin gæðastund fjölskyldunnar. Misjafnt er hvað fjölskyldumeðlimir flokka sem gæðastund. Hvettu barnið til að skipuleggja daginn, segðu já við tillögum þess, þó innan skynsamlegra marka. Leyfðu barninu að skapa sinn dag, fullan af athöfnum sem því þykja skemmtilegar eða ánægjulegar. Hér eru nokkrar tillögur: Spila, púsla, baka, elda, dansa Semja saman sögu eða brandara Fara í leiki (bæði inni og úti) Mála, leira, föndra Fara í göngutúr, hjólatúr, fjöruferð Fara í bíó, ísbúð, kaffihús, safn, bæjarferð Horfa á mynd, vera á náttfötunum allan daginn Taktu þátt í degi barnsins og leyfðu því að kalla fram bros með innihaldsríkri samveru án truflana eða áreitis m.a. frá snjalltækjum. Sköpum ánægjulegar minningar á Degi barnsins sem barnið getur leitað í um ókomna tíð. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar