Grindavík henti Val út úr Mjólkurbikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 17:09 Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslitin. Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Lengjudeildarlið Grindavíkur gerði sér lítið fyrir í dag og sló Val úr Mjólkurbikarnum í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Origo-vellinum. Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun. Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun.
Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira