„Líður eins og þú sért einn í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 07:01 David Raya hefur spilað fyrir Brentford síðan 2019. Alex Davidson/Getty Images David Raya, markvörður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, segir að markmannsstaðan sé sú erfiðasta á knattspyrnuvellinum vegna þess hversu strembin hún er andlega. Hinn 27 ára gamli Raya hefur átt mjög gott tímabil í liði Brentford en vorið 2020 taldi hann feril sinn hjá félaginu búinn. Raya gerði sig þá sekan um mistök í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Joe Bryan skoraði úr aukaspyrnu utan af kanti og Fulham fór upp í ensku úrvalsdeildina á kostnað Brentford. „Ég veit að ég hefði getað gert betur, var ekki að fylgjast nægilega vel með. Skildi aðra hliðina of opna,“ segir Raya í viðtali við ESPN þar sem farið er yfir markmannsstöðuna. "After the game, it was very a tough situation to deal with; I felt like I'd let everyone down."Brentford goalkeeper @daviidraya1 on how he recovered from the disappointment of the 2020 playoff final pic.twitter.com/YCsS7x3Qna— ESPN UK (@ESPNUK) May 15, 2023 „Ég gat ekki látið það draga mig niður því við vorum í framlengingu í úrslitaleik umspilsins og við hefðum getað jafnað metin,“ svo fór ekki en Ryan skoraði aftur í framlengingunni áður en Brentford minnkaði muninn. „Eftir leik leið mér eins og ég hefði brugðist öllum. Það var mjög slæm lífsreynsla. Ég hafði verið í þessari stöðu margoft yfir tímabilið og komið í veg fyrir fullt af mörkum en hann ákvað að skjóta og boltinn fór inn.“ „Þér líður eins og þú sért einn í heiminum og allar slæmu hugsanirnar skjótast upp í höfuðið á þér. Ef ég hefði gert betur þá hefðum við mögulega komist upp um deild. Hversu stórt þetta var skall á mér nokkrum dögum síðar.“ 'You feel alone, and all the bad thoughts go straight to your head': Why being a goalkeeper is the toughest job in footballMy piece for @espn featuring interviews with @daviidraya1, @AnthonyWhite91 and @TheGKMindset https://t.co/0EbvIT3SHT— Ben Welch (@BenWelch82) May 15, 2023 Raya kom sterkari til baka og hjálpaði Brentford upp í ensku úrvalsdeildina. Nú er hann með betri markvörðum deildarinnar og var valinn hluti af spænska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar. „Stundum er maður líka hetjan. Markvörslurnar þínar geta tryggt sigra. En þú verður að muna að á einhverjum tímapunkti muntu gera mistök og allir munu einbeita sér að þér,“ segir Raya að endingu. Með aukinni áherslu á að spila út frá marki og nýta markvörðinn í uppspili er ljóst að markverðir eru líklegri til að gera mistök. Hvort þau brjóti þá eða styrki er undir andlegum styrk markvarðanna komið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raya hefur átt mjög gott tímabil í liði Brentford en vorið 2020 taldi hann feril sinn hjá félaginu búinn. Raya gerði sig þá sekan um mistök í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Joe Bryan skoraði úr aukaspyrnu utan af kanti og Fulham fór upp í ensku úrvalsdeildina á kostnað Brentford. „Ég veit að ég hefði getað gert betur, var ekki að fylgjast nægilega vel með. Skildi aðra hliðina of opna,“ segir Raya í viðtali við ESPN þar sem farið er yfir markmannsstöðuna. "After the game, it was very a tough situation to deal with; I felt like I'd let everyone down."Brentford goalkeeper @daviidraya1 on how he recovered from the disappointment of the 2020 playoff final pic.twitter.com/YCsS7x3Qna— ESPN UK (@ESPNUK) May 15, 2023 „Ég gat ekki látið það draga mig niður því við vorum í framlengingu í úrslitaleik umspilsins og við hefðum getað jafnað metin,“ svo fór ekki en Ryan skoraði aftur í framlengingunni áður en Brentford minnkaði muninn. „Eftir leik leið mér eins og ég hefði brugðist öllum. Það var mjög slæm lífsreynsla. Ég hafði verið í þessari stöðu margoft yfir tímabilið og komið í veg fyrir fullt af mörkum en hann ákvað að skjóta og boltinn fór inn.“ „Þér líður eins og þú sért einn í heiminum og allar slæmu hugsanirnar skjótast upp í höfuðið á þér. Ef ég hefði gert betur þá hefðum við mögulega komist upp um deild. Hversu stórt þetta var skall á mér nokkrum dögum síðar.“ 'You feel alone, and all the bad thoughts go straight to your head': Why being a goalkeeper is the toughest job in footballMy piece for @espn featuring interviews with @daviidraya1, @AnthonyWhite91 and @TheGKMindset https://t.co/0EbvIT3SHT— Ben Welch (@BenWelch82) May 15, 2023 Raya kom sterkari til baka og hjálpaði Brentford upp í ensku úrvalsdeildina. Nú er hann með betri markvörðum deildarinnar og var valinn hluti af spænska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar. „Stundum er maður líka hetjan. Markvörslurnar þínar geta tryggt sigra. En þú verður að muna að á einhverjum tímapunkti muntu gera mistök og allir munu einbeita sér að þér,“ segir Raya að endingu. Með aukinni áherslu á að spila út frá marki og nýta markvörðinn í uppspili er ljóst að markverðir eru líklegri til að gera mistök. Hvort þau brjóti þá eða styrki er undir andlegum styrk markvarðanna komið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira