Snarpur viðsnúningur í rekstri Siðmenntar eigi sér eðlilegar skýringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. maí 2023 13:00 Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúning í rekstri eiga sér eðlilegar skýringar. Aðsend Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. DV greindi fyrst frá. Meðlimum í lífskoðunarfélaginu Siðmennt fjölgaði mest af trú- og lífskoðunarfélögum landsins frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða um 193 meðlimi. Þrátt fyrir öran vöxt er fjárhagsstaða félagsins ekki góð og samkvæmt nýrri fundargerð kemur fram að hún sé til skoðunar. Þá hafi félagið fengið tímabundinn yfirdrátt til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar. Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn Samkvæmt fundargerð félagsins frá því í mars kemur fram að tap rekstursins í fyrra hafi verið rúmar 7,5 milljónir króna samanborið við um fimm milljónir í hagnað árið 2021. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúninginn eðlilega vaxtarverki. „Við fjölguðum starfsfólki úr tveimur í fjögur. Það er dýrt – skrifstofan réði ekki við öll þessi auknu verkefni þannig við urðum að fjölga starfsfólki. Þetta eru vaxtarverkir hjá félagi sem hefur átján faldast á áratug en við finnum jafnvægi á þessu það er ég handviss um,“ segir Inga. Inga segir þjónustu Siðmenntar verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Launakostnaður sé stærsti kostnaðarliðurinn. „Annars falla stundum til óvenjulegir kostnaðarliðir sem að þarf einhvern veginn að dekka. Það getur verið að við höfum aðeins misst yfirsýn yfir fjármálin þegar við vorum að skipta um framkvæmdarstjóra. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagslegum grunni.“ Trúmál Félagasamtök Tengdar fréttir Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13 Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
DV greindi fyrst frá. Meðlimum í lífskoðunarfélaginu Siðmennt fjölgaði mest af trú- og lífskoðunarfélögum landsins frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða um 193 meðlimi. Þrátt fyrir öran vöxt er fjárhagsstaða félagsins ekki góð og samkvæmt nýrri fundargerð kemur fram að hún sé til skoðunar. Þá hafi félagið fengið tímabundinn yfirdrátt til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar. Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn Samkvæmt fundargerð félagsins frá því í mars kemur fram að tap rekstursins í fyrra hafi verið rúmar 7,5 milljónir króna samanborið við um fimm milljónir í hagnað árið 2021. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúninginn eðlilega vaxtarverki. „Við fjölguðum starfsfólki úr tveimur í fjögur. Það er dýrt – skrifstofan réði ekki við öll þessi auknu verkefni þannig við urðum að fjölga starfsfólki. Þetta eru vaxtarverkir hjá félagi sem hefur átján faldast á áratug en við finnum jafnvægi á þessu það er ég handviss um,“ segir Inga. Inga segir þjónustu Siðmenntar verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Launakostnaður sé stærsti kostnaðarliðurinn. „Annars falla stundum til óvenjulegir kostnaðarliðir sem að þarf einhvern veginn að dekka. Það getur verið að við höfum aðeins misst yfirsýn yfir fjármálin þegar við vorum að skipta um framkvæmdarstjóra. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagslegum grunni.“
Trúmál Félagasamtök Tengdar fréttir Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13 Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13
Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21