Holmes sleppur ekki við fangelsið og þarf að greiða háar bætur Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 10:49 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, í réttarsal í San José í Kaliforníu í október. AP/Jeff Chiu Bandarískur áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna blóðprufufyrirtækisins Theranos, um að fá að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum í gær. Holmes og meðstjórnandi hennar þurfa að greiða milljarða króna í miskabætur. Holmes hlaut ellefu ára og þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að blekkja fjárfesta Theranos í fyrra. Fyrirtækið hélt því fram að það byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að greina hundruð sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Lítil innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Theranos varð gjaldþrota eftir að bandarískar eftirlitsstofnanir byrjuðu að fara ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Tveimur dögum áður en Holmes átti að hefja afplánun í apríl lagði hún fram kröfu um að hún fengi að ganga laus á meðan hún áfrýjar dómnum. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði kröfunni í gær. Dómarinn í máli hennar þarf nú að ákveða hvenær hún byrjar afplánun sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hafði áður mælt með því að Holmes afplánaði í kvennafangelsi í Texas. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að fangelsismálayfirvöld hafi tekið það til greina. Rupert Murdoch var einn vellauðugra fjárfesta sem fóru flatt á að leggja traust sitt og trúnað á Elizabeth Holmes.Vísir/Getty Þurfa að greiða Rupert Murdoch og apótekakeðju milljarða Sami dómari í Kaliforníu gerði Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseta Theranos og fyrrverandi ástmanni hennar, að greiða fórnarlömbum blekkinga þeirra 452 milljónir dollara í bætur, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna. Þau voru talin jafnábyrg fyrir upphæðinni. Á meðal þeirra sem þau þurfa að greiða er Rupert Murdoch, ástralski fjölmiðlakóngurinn, sem lagði mikið fé í Theranos. Þau skulda honum 125 milljónir dollara, jafnvirði meira en 17,5 milljarða króna, að sögn AP. Þá þurfa þau að greiða lyfjaverslanakeðjunni Walgreens fjörtíu milljónir dollara, rúma 5,6 milljarða króna, en fyrirtækið gerði samning við Theranos um að nota blóðgreiningartæki þess í verslunum. Bæði Holmes og Balwani héldu því fram fyrir dómi að þau væru því sem næst á hvínandi kúpunni vegna lögfræðikostnaðar. Hlutir þeirra í Theranos voru á tíma metnir á fleiri milljarða króna. Balwani hlaut enn lengri fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingunum, tólf ár og ellefu mánuði. Hann hóf afplánun 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði sambærilegri kröfu um lausn á áfrýjunartíma og Holmes tapaði í gær. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Holmes hlaut ellefu ára og þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að blekkja fjárfesta Theranos í fyrra. Fyrirtækið hélt því fram að það byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að greina hundruð sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Lítil innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Theranos varð gjaldþrota eftir að bandarískar eftirlitsstofnanir byrjuðu að fara ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Tveimur dögum áður en Holmes átti að hefja afplánun í apríl lagði hún fram kröfu um að hún fengi að ganga laus á meðan hún áfrýjar dómnum. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði kröfunni í gær. Dómarinn í máli hennar þarf nú að ákveða hvenær hún byrjar afplánun sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hafði áður mælt með því að Holmes afplánaði í kvennafangelsi í Texas. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að fangelsismálayfirvöld hafi tekið það til greina. Rupert Murdoch var einn vellauðugra fjárfesta sem fóru flatt á að leggja traust sitt og trúnað á Elizabeth Holmes.Vísir/Getty Þurfa að greiða Rupert Murdoch og apótekakeðju milljarða Sami dómari í Kaliforníu gerði Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseta Theranos og fyrrverandi ástmanni hennar, að greiða fórnarlömbum blekkinga þeirra 452 milljónir dollara í bætur, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna. Þau voru talin jafnábyrg fyrir upphæðinni. Á meðal þeirra sem þau þurfa að greiða er Rupert Murdoch, ástralski fjölmiðlakóngurinn, sem lagði mikið fé í Theranos. Þau skulda honum 125 milljónir dollara, jafnvirði meira en 17,5 milljarða króna, að sögn AP. Þá þurfa þau að greiða lyfjaverslanakeðjunni Walgreens fjörtíu milljónir dollara, rúma 5,6 milljarða króna, en fyrirtækið gerði samning við Theranos um að nota blóðgreiningartæki þess í verslunum. Bæði Holmes og Balwani héldu því fram fyrir dómi að þau væru því sem næst á hvínandi kúpunni vegna lögfræðikostnaðar. Hlutir þeirra í Theranos voru á tíma metnir á fleiri milljarða króna. Balwani hlaut enn lengri fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingunum, tólf ár og ellefu mánuði. Hann hóf afplánun 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði sambærilegri kröfu um lausn á áfrýjunartíma og Holmes tapaði í gær.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00
Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15