Friður geti ekki verið án réttlætis Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 16:17 Ursula von der Leyen og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um mikilvægi réttlætis þegar kemur að friðarumræðum. Vísir/Elísabet Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. „Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
„Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum