Friður geti ekki verið án réttlætis Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 16:17 Ursula von der Leyen og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um mikilvægi réttlætis þegar kemur að friðarumræðum. Vísir/Elísabet Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. „Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52