Friður geti ekki verið án réttlætis Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 16:17 Ursula von der Leyen og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um mikilvægi réttlætis þegar kemur að friðarumræðum. Vísir/Elísabet Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. „Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Ég held að leiðtogafundurinn í Reykjavík komi algjörlega á réttum tíma,“ segir Ursula á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar þeirra saman. Hún segir að eitt af aðal umræðuefnum fundarins verði ábyrgð Rússlands og glæpir þeirra í innrásinni í Úkraínu. Ursula segist vera glöð með tjónaskýrsluna, hún sé mikilvæg til að koma á réttlæti, réttlæti myndi grunn að því að koma á friði. Til lengri tíma nýtist skýrslan líka þegar kemur að endurbyggingu. Lagalega sé skýrslan því gríðarlega mikilvæg til að koma á réttlæti fyrir þau sem hafa orðið fyrir innrásinni í Úkraínu. „Hvað varðar frið þá erum við með mjög skýra stöðu: Við styðjum eindregið friðarsamninginn sem Selenskí forseti hefur sett fram. Hann er, að ég held, grunnurinn að því sem við munum vinna að.“ Þá segir Ursula að það sé mjög skýrt að ekkert verði gert án þess að Úkraína komi að borðinu. Hún hafi hitt Selenskí í síðustu viku og hann sé mjög opinn fyrir því að ræða um þetta. „Þetta er það sem við erum að fara að ræða í kvöld,“ segir Katrín í kvöld. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á dögunum.Getty/Global Images Ukraine „Hvernig við getum haldið áfram, byggt á friðarsamningi Úkraínu. Við erum með forsætisráðherra Úkraínu, hann er nýkominn til Íslands. Ég er vongóð um að sú umræða eigi eftir að koma okkur áfram í að ná friði. En ég verð að vera sammála Ursulu: Friður getur ekki verið án réttlætis.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52