„Fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. maí 2023 14:45 Katrín segir netárásirnar ekki hafa komið á óvart. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. „Þetta var fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar,“ segir Katrín um netárásirnar í samtali við fréttastofu. „Því miður kemur þetta ekki á óvart.“ Katrín segir að svo virðist vera sem árásinni hafi fyrst og fremst verið beint að Alþingi, til að mynda hafi tölvupósturinn hennar legið niðri. „Þetta var viðbúið og við erum bara með okkar viðbragðsáætlanir tl að bregðast við því.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Hún segir árásirnar vera í samræmi við það áhættumat sem hafði verið gert fyrir fundinn: „Þetta er auðvitað svona ekkert ólíkleg ógn hér á landi og auðvitað ekki fyrsta netárásin, við höfum auðvitað fundið fyrir því í aðdraganda þessa fundar að það hefur ýmislegt gengið á hvað það varðar. Við höfum fundið fyrir vaxandi þunga á þessum vettvangi.“ Þá vildi Katrín ekki fullyrða að Rússland væri á bakvið netárásirnar. „Ég ætla ekki að leggja neitt mat á það akkúrat núna en greinilega eru þetta öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda þessa leiðtogafundar. Það hlýtur að blasa við.“ Bjartsýn á að tekin verði áþreifanleg skref Katrín segist vera bjartsýn fyrir fundinum. „Það er góð mæting og þetta er auðvitað fundur Evrópuráðsins, stofnunarinnar sem snýst um þessi grunngildi sem við byggjum okkar evrópsku samfélög á. Gildi eins og mannréttindi, lýðræði og alþjóðlegt regluverk, réttarríki.“ Þá er hún vongóð um að tekin verði áþreifanleg skref hvað varðar Úkraínu og tjónaskrána. „Það væri auðvitað mjög áþreifanlegt skref í því að kalla Rússa til ábyrgðar fyrir sínum verkum í Úkraínu,“ segir hún. „En ég er líka bjartsýn á að við fáum áþreifanlega niðurstöðu hvað varðar þessi grunngildi eins og til dæmis bara þróun lýðræðis í Evrópu þar sem við erum að sjá lýðræðið undir ákveðnu álagi og eins hvað varðar umhverfismál og réttindi til heilnæms umhverfis og þróun gervigreindar og áhrif hennar á mannréttindi og lýðræði.“ Breiður stuðningur sé á bakvið tjónaskrána Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin að taka þátt í að koma á tjónaskránni. Linda Thomas Greenfield, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, er áheyrnarfulltrúi landsins á fundinum í Hörpu og mun þar lýsa vilja Bandaríkjanna í málinu. „Það eru auðvitað aðrar þjóðir en aðildarríki Evrópuráðsins sem geta orðið aðilar að tjónaskráni þannig ég á von á því að einhver fjöldi þeirra verði með,“ segir Katrín um mögulega aðild Bandaríkjanna að skránni. „Það liggur ekki alveg endanlega fyrir hvaða þjóðir verða með og hverjar ekki, það mun skýrast núna á þessum tveimur dögum. En ég er bjartsýn á að þetta verði breiður stuðningur á bakvið tjónaskrána.“ Erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina Katrín segir erfitt að segja til um það hvort leiðtogafundurinn í Hörpu verði fundur sem minnst verði á í sögunni. „Það er náttúrulega erfitt að dæma um það hvernig sagan dæmir þennan fund. En ég er að minnsta kosti bjartsýn á að þessi fundur verði mikilvægt skref fyrir þessi gildi sem sameina Evrópuríki og marki þannig skýra leið til framtíðar í þessum málum sem auðvitað varða okkur öll og snúast í raun og vera um grundvallartilveru okkar, frelsið og lýðræðið.“ Bretar séu mikilvægir Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, mætir á fundinn. Það fylgdi Brexit umræðunni á sínum tíma að Bretar vildu losna undan Mannréttindadómstól Evrópu. Katrín segir að hún þekki til umræðunnar en að Bretland eigi að sjálfsögðu að eiga sæti við borðið í Evrópuráðinu. Þjóðin sé gríðarlega mikilvægur aðili. „Við höfum átt mjög gott samstarf við þá í aðdraganda þessa fundar svo dæmi sé tekið og í formennsku okkar.“ Fjallað hefur verið um í breskum fjölmiðlum að Sunak sé að mæta á fundinn til að ræða málefni flóttafólks og innflytjenda. Þrátt fyrir að þau mál séu ekki á dagskrá fundarins segir Katrín að leiðtogarnir ræði um það sem þeir vilja á fundinum. „Það er nú það góða við þennan fund er að það er ekkert skrifað í skýin hvað hver leiðtogi mun segja og fólk mun tala hér mjög frjálslega. Þannig það mun skýrast í raun og veru. Við erum bæði með hringborð þar sem við erum að ræða saman og síðan kvöldverði í kvöld. Það sem er sérstakt kannski við þennan fund er að það er enginn að mæta með skrifuð handrit.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
„Þetta var fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar,“ segir Katrín um netárásirnar í samtali við fréttastofu. „Því miður kemur þetta ekki á óvart.“ Katrín segir að svo virðist vera sem árásinni hafi fyrst og fremst verið beint að Alþingi, til að mynda hafi tölvupósturinn hennar legið niðri. „Þetta var viðbúið og við erum bara með okkar viðbragðsáætlanir tl að bregðast við því.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Hún segir árásirnar vera í samræmi við það áhættumat sem hafði verið gert fyrir fundinn: „Þetta er auðvitað svona ekkert ólíkleg ógn hér á landi og auðvitað ekki fyrsta netárásin, við höfum auðvitað fundið fyrir því í aðdraganda þessa fundar að það hefur ýmislegt gengið á hvað það varðar. Við höfum fundið fyrir vaxandi þunga á þessum vettvangi.“ Þá vildi Katrín ekki fullyrða að Rússland væri á bakvið netárásirnar. „Ég ætla ekki að leggja neitt mat á það akkúrat núna en greinilega eru þetta öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda þessa leiðtogafundar. Það hlýtur að blasa við.“ Bjartsýn á að tekin verði áþreifanleg skref Katrín segist vera bjartsýn fyrir fundinum. „Það er góð mæting og þetta er auðvitað fundur Evrópuráðsins, stofnunarinnar sem snýst um þessi grunngildi sem við byggjum okkar evrópsku samfélög á. Gildi eins og mannréttindi, lýðræði og alþjóðlegt regluverk, réttarríki.“ Þá er hún vongóð um að tekin verði áþreifanleg skref hvað varðar Úkraínu og tjónaskrána. „Það væri auðvitað mjög áþreifanlegt skref í því að kalla Rússa til ábyrgðar fyrir sínum verkum í Úkraínu,“ segir hún. „En ég er líka bjartsýn á að við fáum áþreifanlega niðurstöðu hvað varðar þessi grunngildi eins og til dæmis bara þróun lýðræðis í Evrópu þar sem við erum að sjá lýðræðið undir ákveðnu álagi og eins hvað varðar umhverfismál og réttindi til heilnæms umhverfis og þróun gervigreindar og áhrif hennar á mannréttindi og lýðræði.“ Breiður stuðningur sé á bakvið tjónaskrána Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin að taka þátt í að koma á tjónaskránni. Linda Thomas Greenfield, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, er áheyrnarfulltrúi landsins á fundinum í Hörpu og mun þar lýsa vilja Bandaríkjanna í málinu. „Það eru auðvitað aðrar þjóðir en aðildarríki Evrópuráðsins sem geta orðið aðilar að tjónaskráni þannig ég á von á því að einhver fjöldi þeirra verði með,“ segir Katrín um mögulega aðild Bandaríkjanna að skránni. „Það liggur ekki alveg endanlega fyrir hvaða þjóðir verða með og hverjar ekki, það mun skýrast núna á þessum tveimur dögum. En ég er bjartsýn á að þetta verði breiður stuðningur á bakvið tjónaskrána.“ Erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina Katrín segir erfitt að segja til um það hvort leiðtogafundurinn í Hörpu verði fundur sem minnst verði á í sögunni. „Það er náttúrulega erfitt að dæma um það hvernig sagan dæmir þennan fund. En ég er að minnsta kosti bjartsýn á að þessi fundur verði mikilvægt skref fyrir þessi gildi sem sameina Evrópuríki og marki þannig skýra leið til framtíðar í þessum málum sem auðvitað varða okkur öll og snúast í raun og vera um grundvallartilveru okkar, frelsið og lýðræðið.“ Bretar séu mikilvægir Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, mætir á fundinn. Það fylgdi Brexit umræðunni á sínum tíma að Bretar vildu losna undan Mannréttindadómstól Evrópu. Katrín segir að hún þekki til umræðunnar en að Bretland eigi að sjálfsögðu að eiga sæti við borðið í Evrópuráðinu. Þjóðin sé gríðarlega mikilvægur aðili. „Við höfum átt mjög gott samstarf við þá í aðdraganda þessa fundar svo dæmi sé tekið og í formennsku okkar.“ Fjallað hefur verið um í breskum fjölmiðlum að Sunak sé að mæta á fundinn til að ræða málefni flóttafólks og innflytjenda. Þrátt fyrir að þau mál séu ekki á dagskrá fundarins segir Katrín að leiðtogarnir ræði um það sem þeir vilja á fundinum. „Það er nú það góða við þennan fund er að það er ekkert skrifað í skýin hvað hver leiðtogi mun segja og fólk mun tala hér mjög frjálslega. Þannig það mun skýrast í raun og veru. Við erum bæði með hringborð þar sem við erum að ræða saman og síðan kvöldverði í kvöld. Það sem er sérstakt kannski við þennan fund er að það er enginn að mæta með skrifuð handrit.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira