„Eins og hver annar kjaftaklúbbur“ náist ekki samstaða um bitastæð viðbrögð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2023 11:40 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fundinn geta haft mikla þýðingu ef leiðtogarnir ná saman um bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð. vísir/vilhelm Nái leiðtogar Evrópuráðsins saman um sértæka, bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð vegna innrásar Rússa í Úkraínu getur leiðtogafundurinn, sem fram fer í Hörpu í dag, haft veruleg áhrif. Takist það ekki er hann bara eins og hver annar kjaftaklúbbur. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Óvanalegt er að haldnir séu leiðtogafundir í Evrópuráðinu enda hefur ráðið, að sögn Eiríks, ekki haft mikla vigt í alþjóðasamskiptum lengst af. „Það eru þó tímabil þegar Evrópuráðið hefur skipt miklu máli eins og eftir fall Berlínarmúrsins, en lengst af eru þetta aðrar stofnanir sem sjá um svona mál, Evrópusambandið, NATO og þess háttar sem hafa ákvörðunartökuvald þar sem leiðtogafundir eru haldnir reglulega.“ Fylgjast má með öllu því helsta tengdu leiðtogafundinum í vaktinni á Vísi: Evrópuráðið er vettvangur þar sem nánast öll Evrópuríki eru samankomin sem gerir ráðið sérstakt. Óvíst hvort raunveruleg niðurstaða náist á fundinum Á fundinum í dag og á morgun stendur til að setja saman tjónaskrá yfir þau skemmdarverk sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Aðspurður um þýðingu fundarins segir Eiríkur skipta öllu máli hvernig Evrópuríkin líti á tjónaskrána, hvort samstaða náist um skrána og viðbrögð við henni. „Og þá veltur auðvitað allt saman á því hvort að í fyrsta lagi leiðtogarnir nái saman um einhvers konar sameiginlegan skilning á ástandinu, sem gera má ráð fyrir. En síðan í öðru lagi - sem kannski skiptir enn meira máli, hvort leiðtogarnir nái saman um einhver viðbrögð, um einhverjar aðgerðir um til hvers þessi tjónaskrá eigi þá að leiða. Það er miklu flóknara mál og óvissara um að ráða hvort raunveruleg niðurstaða náist þar.“ Kjaftaklúbbur? Eðlilega megi gera ráð fyrir að leiðtogarnir nái saman um almenna yfirlýsingu en hvort hún verði nægjanlega sértæk til að hafa raunverulegt bit í viðbrögðum við innrásina, þurfi að koma í ljós. „Og takist það, þá getur þessi fundur haft veruleg áhrif, en takist það ekki - þá er þetta auðvitað bara eins og hver annar kjaftaklúbbur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Óvanalegt er að haldnir séu leiðtogafundir í Evrópuráðinu enda hefur ráðið, að sögn Eiríks, ekki haft mikla vigt í alþjóðasamskiptum lengst af. „Það eru þó tímabil þegar Evrópuráðið hefur skipt miklu máli eins og eftir fall Berlínarmúrsins, en lengst af eru þetta aðrar stofnanir sem sjá um svona mál, Evrópusambandið, NATO og þess háttar sem hafa ákvörðunartökuvald þar sem leiðtogafundir eru haldnir reglulega.“ Fylgjast má með öllu því helsta tengdu leiðtogafundinum í vaktinni á Vísi: Evrópuráðið er vettvangur þar sem nánast öll Evrópuríki eru samankomin sem gerir ráðið sérstakt. Óvíst hvort raunveruleg niðurstaða náist á fundinum Á fundinum í dag og á morgun stendur til að setja saman tjónaskrá yfir þau skemmdarverk sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Aðspurður um þýðingu fundarins segir Eiríkur skipta öllu máli hvernig Evrópuríkin líti á tjónaskrána, hvort samstaða náist um skrána og viðbrögð við henni. „Og þá veltur auðvitað allt saman á því hvort að í fyrsta lagi leiðtogarnir nái saman um einhvers konar sameiginlegan skilning á ástandinu, sem gera má ráð fyrir. En síðan í öðru lagi - sem kannski skiptir enn meira máli, hvort leiðtogarnir nái saman um einhver viðbrögð, um einhverjar aðgerðir um til hvers þessi tjónaskrá eigi þá að leiða. Það er miklu flóknara mál og óvissara um að ráða hvort raunveruleg niðurstaða náist þar.“ Kjaftaklúbbur? Eðlilega megi gera ráð fyrir að leiðtogarnir nái saman um almenna yfirlýsingu en hvort hún verði nægjanlega sértæk til að hafa raunverulegt bit í viðbrögðum við innrásina, þurfi að koma í ljós. „Og takist það, þá getur þessi fundur haft veruleg áhrif, en takist það ekki - þá er þetta auðvitað bara eins og hver annar kjaftaklúbbur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira