Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 13:25 Eins og sjá má er útlit Loreen og persónunnar Anto López Espinosa sláandi líkt. aðstent Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína. Sæmundur Þór gerði sci-fi stuttmyndina Mantis 2022 en þar er aðalpersónan Anto López Espinosa og sú persóna er nánast alveg eins útlits og Loreen sem vann í Eurovision um helgina eins og lýðum má ljóst vera. Hér neðar má sjá brot úr Mantis þar sem sjá má Anto López Espinosa í öllu sínu veldi. „Þetta er stuttmynd um listakvár sem framleiðir Solar Plexus Pressure Belt™, djúpþrýstingstækni sem dregur úr fjárhagskvíða. Eitt kvöldið er aðalpersónan skyndilega brottnumin af geimverum. Stuttu síðar tekur útlit og skapið hennar að breytast,“ segir Sæmundur Þór. Hann veltir því nú fyrir sér hvort verið geti að um tilviljun sé að ræða. Málið er nú til skoðunar hjá Myndstef, sem annast höfundarréttarmál myndlistarmanna, en víst er að hönnunarstuldur hefur verið vaxandi vandamál á undanförnum árum.aðsend Sæmundur Þór hefur sett sig í samband við Myndstef, sem annast höfundarétt myndlistarmanna, og þeir þar eru að skoða málið. Segja að líkindin séu mikil. Þá segir listamaðurinn, sem er búsettur úti í Hollandi, að þarlendur lögfræðingur sérhæfður í höfundarétti sé að skoða málið. „Sjálfur var ég ekki að horfa á Eurovision,“ segir Sæmundur Þór spurður hvernig honum hafi liðið við að sjá tvífara persónu sinnar birtast á stóra sviðinu? Sæmundur Þór segist ekki vita hvert verður framhald málsins, hann hefur ekki lent í þessu fyrr og ætlar að bíða og sjá hvað Myndstef hefur um málið að segja.aðsend „En svo fóru vinir sem þekktu verk mitt, héðan og þaðan að senda mér skeyti og myndir. Að þetta væri ótrúlega líkt. Fyrst fannst mér fátt um en seinna fór þetta að trufla mig. Að líkindin væru of mikil til að geta verið tilviljun.“ Sæmundur Þór segist ekki vita hvað taki nú við. „Ég er ekki sjóaður í þessu. Í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá mér. Ég ætla að bíða og sjá hvað Myndstef gerir með þetta.“ Eurovision Eurovísir Höfundarréttur Myndlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tíska og hönnun Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Sæmundur Þór gerði sci-fi stuttmyndina Mantis 2022 en þar er aðalpersónan Anto López Espinosa og sú persóna er nánast alveg eins útlits og Loreen sem vann í Eurovision um helgina eins og lýðum má ljóst vera. Hér neðar má sjá brot úr Mantis þar sem sjá má Anto López Espinosa í öllu sínu veldi. „Þetta er stuttmynd um listakvár sem framleiðir Solar Plexus Pressure Belt™, djúpþrýstingstækni sem dregur úr fjárhagskvíða. Eitt kvöldið er aðalpersónan skyndilega brottnumin af geimverum. Stuttu síðar tekur útlit og skapið hennar að breytast,“ segir Sæmundur Þór. Hann veltir því nú fyrir sér hvort verið geti að um tilviljun sé að ræða. Málið er nú til skoðunar hjá Myndstef, sem annast höfundarréttarmál myndlistarmanna, en víst er að hönnunarstuldur hefur verið vaxandi vandamál á undanförnum árum.aðsend Sæmundur Þór hefur sett sig í samband við Myndstef, sem annast höfundarétt myndlistarmanna, og þeir þar eru að skoða málið. Segja að líkindin séu mikil. Þá segir listamaðurinn, sem er búsettur úti í Hollandi, að þarlendur lögfræðingur sérhæfður í höfundarétti sé að skoða málið. „Sjálfur var ég ekki að horfa á Eurovision,“ segir Sæmundur Þór spurður hvernig honum hafi liðið við að sjá tvífara persónu sinnar birtast á stóra sviðinu? Sæmundur Þór segist ekki vita hvert verður framhald málsins, hann hefur ekki lent í þessu fyrr og ætlar að bíða og sjá hvað Myndstef hefur um málið að segja.aðsend „En svo fóru vinir sem þekktu verk mitt, héðan og þaðan að senda mér skeyti og myndir. Að þetta væri ótrúlega líkt. Fyrst fannst mér fátt um en seinna fór þetta að trufla mig. Að líkindin væru of mikil til að geta verið tilviljun.“ Sæmundur Þór segist ekki vita hvað taki nú við. „Ég er ekki sjóaður í þessu. Í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá mér. Ég ætla að bíða og sjá hvað Myndstef gerir með þetta.“
Eurovision Eurovísir Höfundarréttur Myndlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tíska og hönnun Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira