„Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 23:31 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Stöð 2 Íþróttasamband Íslands hefur miklar áhyggjur af ólöglegum veðmálafyrirtækjum sem starfi hér á landi. Áætlað er að 20-30 milljarðar króna fari til slíkra fyrirtækja á hverju ári og mikilvægt að stjórnvöld spyrni við fótum. „Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum. ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
„Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum.
ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti