Drógu rauða spjaldið til baka og segjast ekki hafa séð öll sjónarhorn Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 14:05 Frá þessu sjónarhorni, sem dómararnir skoðuðu í leiknum eins og sést á mynd, sést að Ólafur Ægir Ólafsson togaði í treyju Igors Kopishinsky í átökum þeirra úti við hliðarlínu. Stöð 2 Sport Aftureldingarmenn hafa verið afar svekktir vegna umdeildra ákvarðana dómara eftir síðustu tvo leiki gegn Haukum, og kætast varla nú þegar dómararnir hafa viðurkennt afdrifarík mistök í gærkvöld. Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta).
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira