Á ríkissjóður enga vini? Ívar Karl Hafliðason skrifar 12. maí 2023 13:30 Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári. Ég er til að vera vinur ríkissjóðs í þessu máli. Í ljósi þess hve lítinn áhuga lífeyrissjóðir hafa sýnt uppbyggingu innviða á landsbyggðinni þá held ég að það væri vel á því að þeir fjármunir sem myndu sparast, við að gera höfuðstól þessara lána upp, færu að hluta í vel skilgreind innviðaverkefni sem myndu nýtast íbúum þessa lands. Með því má leggja grunninn af því að landsbyggðin blómstri okkur öllum til hagsældar. Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis er talað um að kostnaður ríkisins vegna sjóðsins aukist um 1500 milljónir króna á hverjum mánuði eða um 18 milljarða króna á ári að óbreyttu. Við slit á sjóðnum væri hægt að nýta þennan pening metnaðarfulla innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. Við gætum horft til frænda okkar í Færeyjum sem hafa fjárfest svo um munar í bættum samgöngum. Þeir eru nefnilega búnir að sjá út að góðar samgöngur eru undirstaða þess að þjóðin geti lifað og starfað sem ein heild. Verkefni sem hægt væri að ráðast í á næstu árum, og áratugum eru m.a.: Fjármögnun jarðgangnaáætlunar Bætt bráðaþjónustu í heilbrigðismálum Styrkja nauðsynlega innviði til orkuskipta Tvöfalda allar brýr á hringveginum Ráðast í uppbyggingu félagslegs húsnæðis Uppbygging flugvalla Ég er viss um að ég yrði ekki einn um að verða vinur ríkissjóðs í þessu máli sé það á hreinu að þessir fjármunir fari í verkefni sem nýtast muni landsmönnum með áþreifanlegum hætti. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍL-sjóður Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári. Ég er til að vera vinur ríkissjóðs í þessu máli. Í ljósi þess hve lítinn áhuga lífeyrissjóðir hafa sýnt uppbyggingu innviða á landsbyggðinni þá held ég að það væri vel á því að þeir fjármunir sem myndu sparast, við að gera höfuðstól þessara lána upp, færu að hluta í vel skilgreind innviðaverkefni sem myndu nýtast íbúum þessa lands. Með því má leggja grunninn af því að landsbyggðin blómstri okkur öllum til hagsældar. Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis er talað um að kostnaður ríkisins vegna sjóðsins aukist um 1500 milljónir króna á hverjum mánuði eða um 18 milljarða króna á ári að óbreyttu. Við slit á sjóðnum væri hægt að nýta þennan pening metnaðarfulla innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. Við gætum horft til frænda okkar í Færeyjum sem hafa fjárfest svo um munar í bættum samgöngum. Þeir eru nefnilega búnir að sjá út að góðar samgöngur eru undirstaða þess að þjóðin geti lifað og starfað sem ein heild. Verkefni sem hægt væri að ráðast í á næstu árum, og áratugum eru m.a.: Fjármögnun jarðgangnaáætlunar Bætt bráðaþjónustu í heilbrigðismálum Styrkja nauðsynlega innviði til orkuskipta Tvöfalda allar brýr á hringveginum Ráðast í uppbyggingu félagslegs húsnæðis Uppbygging flugvalla Ég er viss um að ég yrði ekki einn um að verða vinur ríkissjóðs í þessu máli sé það á hreinu að þessir fjármunir fari í verkefni sem nýtast muni landsmönnum með áþreifanlegum hætti. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun