Bleikjan farin að taka í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2023 09:17 Kristinn Elí Gunnarsson með væna bleikju úr Úlfljótsvatni. Úlfljótsvatn finnst mörgum falla aðeins í skuggan af nágranna sínum Þingvallavatni sem veiðivatn en það gæti verið að breytast. Eins og veiðimenn tóku eftir í fyrra var mikið talað um hrun í bleikjuveiðinni í Þingvallavatni í fyrra og ansi margir sem þekkja vatnið mjög vel voru að koma tómhentir heim dag eftir dag. Þeir sem aftur á móti voru duglegir að stunda Úlfljótsvatn voru ekkert að kvarta. Vissulega veiðast oft færri fiskar á stöng en bleikjan er væn og vel haldin. Veiðiaðferðirnar og fæðan í vatninu er sú sama og við Þingvallavatn svo það þarf ekkert að gera til að aðlagast nýju vatni, það er að segja ef þú hefur ekki prófað vatnið ennþá. Úlfljótsvatn er nefnilega skemmtilegt vatn með góðri veiðivon, góðum bleikjum og urriða sem má hirða (á svæði veiðikortsins eingöngu), ólíkt reglunum í Þingvallavatni, en sú skoðun að hluta hruns í bleikjuveiði megi rekja til mikillir fjölgunar á urriða í Þingvallavatni verður sífellt háværari. Við mælum til dæmis með að prófa þetta svæði hjá Fish Partner https://fishpartner.is/veidisvaedi/ulfljotsvatn-efri-bru/ Stangveiði Mest lesið Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði Spennandi stjórnarkjör hjá SVFR í gær Veiði
Eins og veiðimenn tóku eftir í fyrra var mikið talað um hrun í bleikjuveiðinni í Þingvallavatni í fyrra og ansi margir sem þekkja vatnið mjög vel voru að koma tómhentir heim dag eftir dag. Þeir sem aftur á móti voru duglegir að stunda Úlfljótsvatn voru ekkert að kvarta. Vissulega veiðast oft færri fiskar á stöng en bleikjan er væn og vel haldin. Veiðiaðferðirnar og fæðan í vatninu er sú sama og við Þingvallavatn svo það þarf ekkert að gera til að aðlagast nýju vatni, það er að segja ef þú hefur ekki prófað vatnið ennþá. Úlfljótsvatn er nefnilega skemmtilegt vatn með góðri veiðivon, góðum bleikjum og urriða sem má hirða (á svæði veiðikortsins eingöngu), ólíkt reglunum í Þingvallavatni, en sú skoðun að hluta hruns í bleikjuveiði megi rekja til mikillir fjölgunar á urriða í Þingvallavatni verður sífellt háværari. Við mælum til dæmis með að prófa þetta svæði hjá Fish Partner https://fishpartner.is/veidisvaedi/ulfljotsvatn-efri-bru/
Stangveiði Mest lesið Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði Spennandi stjórnarkjör hjá SVFR í gær Veiði