Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfason fylgist með sínu liði í tapleiknum gegn FH í síðasta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó