Sýndarveruleiki útilokar íslensk fyrirtæki Steinar Sveinsson skrifar 9. maí 2023 15:01 Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins. Til að flytja fyrirmennin um Reykjavík, helst þá væntanlega frá Reykjavíkurflugvelli á hótel í miðborginni og mögulega milli hótels og Hörpu, hafa samkvæmt fréttum verið fluttar inn um 70 viðeigandi glæsibifreiðar. Bifreiðarnar verða væntanlega flestar fluttar út aftur enda enginn markaður fyrir slíkan fjölda viðlíka bifreiða hér á landi. Tekið var fram í fréttum, svo allir skilji það nú að ávallt sé hugsað um umhverfið þegar íslensk stjórnvöld skipuleggja viðburði, að glæsibifreiðarnar eru drifnar með rafmagni. Ég hef heimildir fyrir því að skipuleggjendur leiðtogafundarins báðu íslensk fyrirtæki um að bjóða í akstur fyrirmennana og annan akstur í kringum leiðtogafundinn. Auðvitað þurftu forsvarsmenn fyrirtækjana að eyða dýrmætum tíma sínum í að vega og meta verkefnið áður en tilboð voru gefin, eins og gengur. Einn heimildarmaður minn, sem rekur akstursþjónustu og hefur yfir að ráða viðeigandi bílaflota og hefur góða og reynda starfsmenn á sínum snærum, tjáði mér að það hefði að lokum verið frágangssök að hann hefði ekki yfir rafdrifnum bílum að ráða. Það hefði verið skilyrði. Ekkert hefði verið minnst á önnur atriði, öryggisatriði líkt og skotheldar rúður eða slíkt. Veruleikinn er því sá að íslensk fyrirtæki sem að staðaldri borga hér á landi sína skatta og veita fólki vinnu, eiga og reka bílaflota sem þau hafa borgað innflutningstolla og virðisauka af við innflutning, borga bifreiðagjöld af sem og tryggingar, einnig að sjálfsögðu öll eldsneytisgjöld samkvæmt notkun og eyðslu, auk allra annarra opinberra gjalda, eru útilokuð frá verkefninu vegna þess að þau eiga ekki rafdrifna bíla. Í staðinn þykir eðlilegra að flytja 70 bíla yfir hafið með skipi og út aftur með tilheyrandi flutningskostnaði, líkt og kolefnissporið af því sé alls ekkert. Bílar sem væntanlega verða ekki skráðir inn í landið né borguð bifreiðagjöld af. Stóra samhengið verður svo enn fáránlegra, eða kómískara, þegar fréttir berast að því að að minnsta kosti 50 einkaflugvélar munu flytja hina erlendu gesti til landsins. Þegar svo hugsað er til þess hversu mikla keyrslu er um að ræða á þessum innfluttu rafdrifnu bílum, þá er augljóst að það verða aðeins nokkur hundruð kílómetra á hvern bíl, í besta falli. Skutl frá Reykjavíkurflugvelli á hótel og mögulega frá hóteli í miðbænum í Hörpu og til baka. Mögulega með nokkra óbreytta embættismenn til Keflavíkur. Þetta litla skutl, örfáir kílómetrar í heildina á hvern bíl yfir þessa daga, mátti alls ekki gera í öðrum bifreiðum en rafdrifnum. Og til þess eru fluttir inn bílar sérstaklega og út aftur, til að flytja einkaþotufólkið, sem auðvitað skilur eftir sig rækilegt kolefnisfótspor, nokkra örstutta spotta. Skinheilagleikinn ríður ekki við einteyming, né vanvirðingin við fólk og fyrirtækjarekendur í landinu. Höfundur er leiðsögumaður. Pistillinn birtist fyrst í Facebook-hópnum Báknið burt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins. Til að flytja fyrirmennin um Reykjavík, helst þá væntanlega frá Reykjavíkurflugvelli á hótel í miðborginni og mögulega milli hótels og Hörpu, hafa samkvæmt fréttum verið fluttar inn um 70 viðeigandi glæsibifreiðar. Bifreiðarnar verða væntanlega flestar fluttar út aftur enda enginn markaður fyrir slíkan fjölda viðlíka bifreiða hér á landi. Tekið var fram í fréttum, svo allir skilji það nú að ávallt sé hugsað um umhverfið þegar íslensk stjórnvöld skipuleggja viðburði, að glæsibifreiðarnar eru drifnar með rafmagni. Ég hef heimildir fyrir því að skipuleggjendur leiðtogafundarins báðu íslensk fyrirtæki um að bjóða í akstur fyrirmennana og annan akstur í kringum leiðtogafundinn. Auðvitað þurftu forsvarsmenn fyrirtækjana að eyða dýrmætum tíma sínum í að vega og meta verkefnið áður en tilboð voru gefin, eins og gengur. Einn heimildarmaður minn, sem rekur akstursþjónustu og hefur yfir að ráða viðeigandi bílaflota og hefur góða og reynda starfsmenn á sínum snærum, tjáði mér að það hefði að lokum verið frágangssök að hann hefði ekki yfir rafdrifnum bílum að ráða. Það hefði verið skilyrði. Ekkert hefði verið minnst á önnur atriði, öryggisatriði líkt og skotheldar rúður eða slíkt. Veruleikinn er því sá að íslensk fyrirtæki sem að staðaldri borga hér á landi sína skatta og veita fólki vinnu, eiga og reka bílaflota sem þau hafa borgað innflutningstolla og virðisauka af við innflutning, borga bifreiðagjöld af sem og tryggingar, einnig að sjálfsögðu öll eldsneytisgjöld samkvæmt notkun og eyðslu, auk allra annarra opinberra gjalda, eru útilokuð frá verkefninu vegna þess að þau eiga ekki rafdrifna bíla. Í staðinn þykir eðlilegra að flytja 70 bíla yfir hafið með skipi og út aftur með tilheyrandi flutningskostnaði, líkt og kolefnissporið af því sé alls ekkert. Bílar sem væntanlega verða ekki skráðir inn í landið né borguð bifreiðagjöld af. Stóra samhengið verður svo enn fáránlegra, eða kómískara, þegar fréttir berast að því að að minnsta kosti 50 einkaflugvélar munu flytja hina erlendu gesti til landsins. Þegar svo hugsað er til þess hversu mikla keyrslu er um að ræða á þessum innfluttu rafdrifnu bílum, þá er augljóst að það verða aðeins nokkur hundruð kílómetra á hvern bíl, í besta falli. Skutl frá Reykjavíkurflugvelli á hótel og mögulega frá hóteli í miðbænum í Hörpu og til baka. Mögulega með nokkra óbreytta embættismenn til Keflavíkur. Þetta litla skutl, örfáir kílómetrar í heildina á hvern bíl yfir þessa daga, mátti alls ekki gera í öðrum bifreiðum en rafdrifnum. Og til þess eru fluttir inn bílar sérstaklega og út aftur, til að flytja einkaþotufólkið, sem auðvitað skilur eftir sig rækilegt kolefnisfótspor, nokkra örstutta spotta. Skinheilagleikinn ríður ekki við einteyming, né vanvirðingin við fólk og fyrirtækjarekendur í landinu. Höfundur er leiðsögumaður. Pistillinn birtist fyrst í Facebook-hópnum Báknið burt.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun