Jafn miklar fjárhagsáhyggjur og þegar hann átti ekkert Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:30 Steinarr Lár er mikill brimbrettakappi. Aðsend Athafnamaðurinn Steinarr Lár segist hafa jafn miklar fjárhagsáhyggjur nú og þegar hann var blankur. Áhyggjurnar beinist fyrst og fremst að því hvað hann eigi að gera við eignir sínar og hvernig hann á að sinna þeim. Steinarr var gestur Gunnar Dofra Ólafssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Leitin að peningunum. Þar fór hann yfir ferilinn sem athafnamaður, en hann hófst með stofnun KúKú Campers, sem hann hefur síðan selt. Steinarr hefur stofnað fjöldann allan af fyrirtækjum í gegn um tíðina og lært ýmislegt um hvernig fara á vel með peninga. Til dæmis sé tilvalið fyrir ungt fólk, sem enn býr í foreldrahúsum og þarf ekki að framfleyta sér sjálft, að hætta tímabundið í skóla, vinna og safna sér fyrir íbúð til að komast inn á fasteignamarkað. „Það er mjög erfitt að safna fyrir íbúð þegar þú ert kominn með krakka, bíl og rekstur og dýr áhugamál og dýrar skoðanir á húsgögnum. Þegar þú ert bara sautján, tekur þér eitt tvö ár til að vinna og safna, nítján ára kaupir íbúð og leigir hana út. Heldur áfram með skólann, það skiptir ekki máli í hefðbundnu námi hvort þú klárar 24 eða 26 ára,“ segir Steinarr. Hann segir foreldra oft leggja mikla áherslu á að börn þeirra klári nám og auki þannig tækifæri sín, sem sé alveg rétt. „En ef þú frestar þessari fjárfestingu um 10 ár ertu að fara að borga í raun helmingi meira.“ Tók einn eyðslulausan mánuð á ári Þá hefur Steinarr reynt ýmislegt til að spara peninga. Til dæmis gerði hann það á sínum yngri árum að eyða engu í heilan mánuð á ári. „Ef þú hefur aga yfir sjálfum þér geturðu stjórnað fjármálunum þínum,“ segir Steinarr. „Það var október. Það var oft þannig þegar maður var kominn inn í nóvember að mann langaði að halda áfram af því þetta var keppikefli. Maður vissi bara að ef maður átti nóg af klósettpappír og nóg af tannkremi [var maður góður]. Og á þessum tíma vann ég oft fram eftir af því ef ég vann meira þá fylgdi það að maður fengi kvöldmat.“ Meiri áhyggjur nú en þegar hann var blankur Steinar segir að þegar fólk eigi ekki peninga hafi það eðlilega áhyggjur af næstu mánaðamótum en þegar þú átt mikið af peningum hafir þú líka miklar fjárhagsáhyggjur. Áhyggjurnar beinist að því hvað þú eigir að gera við eignirnar þínar og hvernig þú eigir að sinna þeim. „Fólk heldur stundum að þegar þú eignast pening að þá sé allt orðið gott. Ég þurfti að kynnast því að það er ekki þannig. Það leysast ekki öll vandamál heimsins. Peningar eru engin lausn,“ segir Steinarr. „Í dag er ég maður sem á 8-900 bifreiðar og töluvert af fasteignum og ég þarf að hafa áhyggjur af þessu öllu saman. Þetta er eins og að labba upp fjall og horfir á einhvern á tindinum en hann sér bara nýjan hól. Lífið er bara brekka og maður þarf að vera vel skóaður og til í tuskið.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Steinarr var gestur Gunnar Dofra Ólafssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Leitin að peningunum. Þar fór hann yfir ferilinn sem athafnamaður, en hann hófst með stofnun KúKú Campers, sem hann hefur síðan selt. Steinarr hefur stofnað fjöldann allan af fyrirtækjum í gegn um tíðina og lært ýmislegt um hvernig fara á vel með peninga. Til dæmis sé tilvalið fyrir ungt fólk, sem enn býr í foreldrahúsum og þarf ekki að framfleyta sér sjálft, að hætta tímabundið í skóla, vinna og safna sér fyrir íbúð til að komast inn á fasteignamarkað. „Það er mjög erfitt að safna fyrir íbúð þegar þú ert kominn með krakka, bíl og rekstur og dýr áhugamál og dýrar skoðanir á húsgögnum. Þegar þú ert bara sautján, tekur þér eitt tvö ár til að vinna og safna, nítján ára kaupir íbúð og leigir hana út. Heldur áfram með skólann, það skiptir ekki máli í hefðbundnu námi hvort þú klárar 24 eða 26 ára,“ segir Steinarr. Hann segir foreldra oft leggja mikla áherslu á að börn þeirra klári nám og auki þannig tækifæri sín, sem sé alveg rétt. „En ef þú frestar þessari fjárfestingu um 10 ár ertu að fara að borga í raun helmingi meira.“ Tók einn eyðslulausan mánuð á ári Þá hefur Steinarr reynt ýmislegt til að spara peninga. Til dæmis gerði hann það á sínum yngri árum að eyða engu í heilan mánuð á ári. „Ef þú hefur aga yfir sjálfum þér geturðu stjórnað fjármálunum þínum,“ segir Steinarr. „Það var október. Það var oft þannig þegar maður var kominn inn í nóvember að mann langaði að halda áfram af því þetta var keppikefli. Maður vissi bara að ef maður átti nóg af klósettpappír og nóg af tannkremi [var maður góður]. Og á þessum tíma vann ég oft fram eftir af því ef ég vann meira þá fylgdi það að maður fengi kvöldmat.“ Meiri áhyggjur nú en þegar hann var blankur Steinar segir að þegar fólk eigi ekki peninga hafi það eðlilega áhyggjur af næstu mánaðamótum en þegar þú átt mikið af peningum hafir þú líka miklar fjárhagsáhyggjur. Áhyggjurnar beinist að því hvað þú eigir að gera við eignirnar þínar og hvernig þú eigir að sinna þeim. „Fólk heldur stundum að þegar þú eignast pening að þá sé allt orðið gott. Ég þurfti að kynnast því að það er ekki þannig. Það leysast ekki öll vandamál heimsins. Peningar eru engin lausn,“ segir Steinarr. „Í dag er ég maður sem á 8-900 bifreiðar og töluvert af fasteignum og ég þarf að hafa áhyggjur af þessu öllu saman. Þetta er eins og að labba upp fjall og horfir á einhvern á tindinum en hann sér bara nýjan hól. Lífið er bara brekka og maður þarf að vera vel skóaður og til í tuskið.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira