Everton kláraði Brighton í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 18:30 Þessir tveir voru frábærir í dag. Charlie Crowhurst/Getty Images Everton vann magnaðan 5-1 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Bítlaborginni eru í bullandi fallbaráttu á meðan Brighton lætur sig dreyma um að spila í Evrópu á næstu leiktíð. Fyrir leik var hinn 21 árs gamli João Pedro kynntur til leiks hjá Brighton en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað með Watford frá 2020. Um er að ræða framherja frá Brasilíu og hefði Brighton getað nýtt krafta hans í dag. Joao Pedro was on the pitch at the Amex during the half-time break Brighton have agreed a £30million deal to sign the Brazilian from Watford when the summer transfer window opens Wonder what he makes of the performance so far? #BBCFootball #PremierLeague pic.twitter.com/5UY9WCGCKp— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2023 Það tók lærisveinar Sean Dyche innan við mínútu að komast yfir. Abdoulaye Doucoure kom boltanum þá í netið eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin. Þegar tæpur hálftími var liðinn tvöfaldaði Doucoure forystuna eftir undirbúning Dwight McNeil. McNeil var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann komst upp að endalínu og gaf fyrir en Jason Steele, markvörður Brighton, tókst ekki betur til og „varði“ boltann í netið. Sjálfsmark niðurstaðan og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. HALF-TIME Brighton 0-3 EvertonAn Abdoulaye Doucoure brace and Jason Steele own goal give Everton a three-nil lead at Amex Stadium#BHAEVE pic.twitter.com/SpAQqMA77S— Premier League (@premierleague) May 8, 2023 Heimaliðið gerði fjórar skiptingar í hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn gestanna og McNeil bætti við fjórða marki Everton þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Alexis Mac Allister minnkaði muninn í 1-4 þegar tíu mínútur lifðu leiks og við það virtust heimamenn vakna af værum blundi. Nær komst Brighton ekki og til að fullkomna daginn þá skoraði McNeil eftir skyndisókn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-5 og Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Everton lyftir sér með sigrinum upp í 16. sæti með 32 stig eftir 35 leiki, tveimur stigum meira Leicester City, Nottingham Forest og Leeds United sem sitja í sætunum þar fyrir neðan. Brighton er í 7. sæti - sem gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð - með 55 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Fyrir leik var hinn 21 árs gamli João Pedro kynntur til leiks hjá Brighton en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað með Watford frá 2020. Um er að ræða framherja frá Brasilíu og hefði Brighton getað nýtt krafta hans í dag. Joao Pedro was on the pitch at the Amex during the half-time break Brighton have agreed a £30million deal to sign the Brazilian from Watford when the summer transfer window opens Wonder what he makes of the performance so far? #BBCFootball #PremierLeague pic.twitter.com/5UY9WCGCKp— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2023 Það tók lærisveinar Sean Dyche innan við mínútu að komast yfir. Abdoulaye Doucoure kom boltanum þá í netið eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin. Þegar tæpur hálftími var liðinn tvöfaldaði Doucoure forystuna eftir undirbúning Dwight McNeil. McNeil var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann komst upp að endalínu og gaf fyrir en Jason Steele, markvörður Brighton, tókst ekki betur til og „varði“ boltann í netið. Sjálfsmark niðurstaðan og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. HALF-TIME Brighton 0-3 EvertonAn Abdoulaye Doucoure brace and Jason Steele own goal give Everton a three-nil lead at Amex Stadium#BHAEVE pic.twitter.com/SpAQqMA77S— Premier League (@premierleague) May 8, 2023 Heimaliðið gerði fjórar skiptingar í hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn gestanna og McNeil bætti við fjórða marki Everton þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Alexis Mac Allister minnkaði muninn í 1-4 þegar tíu mínútur lifðu leiks og við það virtust heimamenn vakna af værum blundi. Nær komst Brighton ekki og til að fullkomna daginn þá skoraði McNeil eftir skyndisókn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-5 og Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Everton lyftir sér með sigrinum upp í 16. sæti með 32 stig eftir 35 leiki, tveimur stigum meira Leicester City, Nottingham Forest og Leeds United sem sitja í sætunum þar fyrir neðan. Brighton er í 7. sæti - sem gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð - með 55 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira