Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2023 18:33 Lögreglustöðin Hverfisgötu Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt. Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent