Fótbolti

Ásgeir: Hugarfarið allt annað í seinni hálfleik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ásgeir Sigurgeirsson var hetja KA í dag.
Ásgeir Sigurgeirsson var hetja KA í dag. Vísir/Hulda Margrét

Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, var að vonum ánægður eftir sigur liðsins gegn HK í Bestu deild karla í dag en hann kom inná sem varamaður og skoraði bæði mörk gestanna.

„Innkoman hefði mögulega getað verið betri ef ég hefði skorað þrennu, en ég held að ég hafi gert það sem þurfti fyrir leikinn og þess vegna setti þjálfarinn mig inn á,“ byrjaði Ásgeir Sigurgeirsson að segja eftir leik.

„Ég var með það hugarfar að koma inn og gera mitt til þess að breyta gangi mála. Ég er viss um að Hallgrímur hafi látið liðið heyra það í hálfleiknum en ég svo sem veit ekki hvað fór þar fram. En það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik, hugarfarið allt annað,“ hélt Ásgeir áfram.

Seinna mark Ásgeirs var einkar glæsilegt og er mögulega mark tímabilsins hingað til.

„Ég vann boltann af þeim úr innkasti og komst á ferðina, þeir reyndu auðvitað að brjóta og síðan tók Elfar gott hlaup fyrir mig sem opnaði svæði fyrir mér, ég ætlaði að senda á hann en missti af því tækifæri og ég þurfti þá að halda áfram og skjóta og sem betur fer gerði ég það,“ endaði Ásgeir Sigurgeirsson að segja eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×