Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2023 20:30 Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá HSU, segir erfitt að fá fólk í sjúkraflutninga og bráðaviðbragð, sérstaklega þegar austar dregur. Vísir/Arnar Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarna daga liðu fjörutíu mínútur frá því að leiðsögumaður hringdi á neyðarlínuna, eftir að tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hné niður við Gullfoss, og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Selfossi en viðbragðssveitir björgunarsveitarinnar Flúðum voru þó komnar nokkru áður. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum en eftir þetta hafa leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu kallað eftir bættri neyðarþjónustu við þessa helstu ferðamannastaði, ekki síst vegna gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu ef spár rætast. Finna vel fyrir fjölgun ferðamanna Aðalvarðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir viðbragðsaðila hafa fundið mikið fyrir auknum ferðamannafjölda. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur og við finnum vel fyrir þessu með auknum útkallafjölda,“ segir Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkrafluninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir slysahrinu í Silfru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum voru öryggismál tekin föstum tökum. Nú er þar sjúkraflutningamaður, útbúinn öllum helstu tækjum, staddur á svæðinu alla daga ársins frá níu til fimm. Þorsteinn segir slíka þjónustu geta skipt sköpum. „Þetta hefur sýnt sig og er afskaplega gott fyrir ferðamanninn að vita að þarna sé, ekki fullbúinn sjúkrabíll en fullkomið bráðaviðbragð með öllum helstu tækjum og tólum og vel þjálfuðum starfsmanni.“ Kvíða framhaldinu ef ekkert breytist Björgunarsveitin á Flúðum er með viðbragðssveitir, sem kallaðar eru út til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum ef slys gerast í uppsveitum. Formaður sveitarinnar tekur undir ákallið. „Meira viðbragð er alltaf betra og eins og er á Þingvöllum þá er þarna sér viðbragðsbíll sem þjóðgarðurinn borgar. Það væri hugmynd þarna uppfrá líka,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður björgunarsveitarinnar Eyvindar. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári.Vísir/Arnar Þetta kemur ekki bara ferðamönnunum við, þetta hefur líka áhrif á ferðamenn. „Já og þegar við erum í útkalli er það víða þannig að við erum bara með einn sjúkrabíl, til dæmis í Vík og Klaustri, og höfum ekki annan mannskap en þann,“ segir Þorsteinn. Eruð þið kvíðnir fyrir framhaldinu ef ekkert breytist? „Já, það verður alla vega mikil áskorun að takast á við og við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið.“ Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarna daga liðu fjörutíu mínútur frá því að leiðsögumaður hringdi á neyðarlínuna, eftir að tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hné niður við Gullfoss, og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Selfossi en viðbragðssveitir björgunarsveitarinnar Flúðum voru þó komnar nokkru áður. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum en eftir þetta hafa leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu kallað eftir bættri neyðarþjónustu við þessa helstu ferðamannastaði, ekki síst vegna gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu ef spár rætast. Finna vel fyrir fjölgun ferðamanna Aðalvarðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir viðbragðsaðila hafa fundið mikið fyrir auknum ferðamannafjölda. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur og við finnum vel fyrir þessu með auknum útkallafjölda,“ segir Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkrafluninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir slysahrinu í Silfru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum voru öryggismál tekin föstum tökum. Nú er þar sjúkraflutningamaður, útbúinn öllum helstu tækjum, staddur á svæðinu alla daga ársins frá níu til fimm. Þorsteinn segir slíka þjónustu geta skipt sköpum. „Þetta hefur sýnt sig og er afskaplega gott fyrir ferðamanninn að vita að þarna sé, ekki fullbúinn sjúkrabíll en fullkomið bráðaviðbragð með öllum helstu tækjum og tólum og vel þjálfuðum starfsmanni.“ Kvíða framhaldinu ef ekkert breytist Björgunarsveitin á Flúðum er með viðbragðssveitir, sem kallaðar eru út til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum ef slys gerast í uppsveitum. Formaður sveitarinnar tekur undir ákallið. „Meira viðbragð er alltaf betra og eins og er á Þingvöllum þá er þarna sér viðbragðsbíll sem þjóðgarðurinn borgar. Það væri hugmynd þarna uppfrá líka,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður björgunarsveitarinnar Eyvindar. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári.Vísir/Arnar Þetta kemur ekki bara ferðamönnunum við, þetta hefur líka áhrif á ferðamenn. „Já og þegar við erum í útkalli er það víða þannig að við erum bara með einn sjúkrabíl, til dæmis í Vík og Klaustri, og höfum ekki annan mannskap en þann,“ segir Þorsteinn. Eruð þið kvíðnir fyrir framhaldinu ef ekkert breytist? „Já, það verður alla vega mikil áskorun að takast á við og við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið.“
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00