Pep ósáttur með vítavesen gærdagsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 07:01 Erling Haaland ákvað að leyfa Ilkay Gundogan tækifæri til að ná þrennunni. Vísir/Getty Manchester City vann í gær góðan 2-1 sigur á Leeds sem færir liðið einu skrefi nær Englandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Pep Guardiola var þó ekki yfir sig ánægður eftir leik í gær. Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira