Ráðherra skammar stjórnvöld vegna iðnmenntunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 21:05 Áslaug Arna, ásamt Fjólu S. Kristinsdóttur, bæjarstjóra í Árborg og Finni Beck, framkvæmdastjóra Samorku á fagþinginu á Selfossi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra í ríkisstjórninni skammast út í stjórnvöld fyrir að sinna ekki iðnmenntun betur í landinu því á sama tíma og ungt fólk hefur áhuga á menntuninni er ekki pláss fyrir það í skólunum, sem sé óboðlegt. Fagþing Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi vegna hita-,vatns- og fráveitna í landinu var haldið á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Selfossi þar sem mörg fróðleg erindi um allt það helsta, sem er efst á baugi í veitumálum voru haldin af ýmsum sérfræðingum. Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp og fjallaði þar meðal annars um iðnmenntun, sem ráðherranum er mjög hugleikinn. „Við þurfum að gæta þess að horfa á iðnmenntunina líka, sem gríðarlegt tækifæri. Að stjórnvöld, sem hafa lagt mikið upp úr því að fleiri sæki í það, þá er auðvitað óboðlegt að okkar hálfu að það sé ekki síðan pláss. Mér finnst það mjög miður að stjórnvöldum tekst of sjaldan að hugsa lengra fram í tímann. Við erum oftast og alltof oft að bregðast við einhverri stöðu núna, slökkva einhverja elda, að setja eitthvað fram, sem snýr að einu kjörtímabili en við verðum að getað tamið okkur að geta hugsað til lengri tíma,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Og Áslaug Arna hélt áfram að skjóta á stjórnvöld í ávarpi sínu. „En á sama tíma megum við ekki vera varðhundar fyrir kerfi, sem er úrelt eða búa til fleiri hindranir inn í atvinnutækifæri en þörf er á hverju sinni.” Það vakti líka athygli þegar Áslaug Arna minntist á könnun Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að nú vanti níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum til ýmissa starfa á Íslandi, ekki síst í raunvísinda- og tæknigreinum. „Það er hamlandi gagnvart vaxtartækifærum fyrirtækjanna. Bæði þá mannauðurinn, það vantar fólk og svo auðvitað orkumálin,” sagði ráðherra. Áslaug Arna, ráðherra í ríkisstjórninni, sem flutti ávarp á fagþingi Samorku á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fagþing Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi vegna hita-,vatns- og fráveitna í landinu var haldið á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Selfossi þar sem mörg fróðleg erindi um allt það helsta, sem er efst á baugi í veitumálum voru haldin af ýmsum sérfræðingum. Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp og fjallaði þar meðal annars um iðnmenntun, sem ráðherranum er mjög hugleikinn. „Við þurfum að gæta þess að horfa á iðnmenntunina líka, sem gríðarlegt tækifæri. Að stjórnvöld, sem hafa lagt mikið upp úr því að fleiri sæki í það, þá er auðvitað óboðlegt að okkar hálfu að það sé ekki síðan pláss. Mér finnst það mjög miður að stjórnvöldum tekst of sjaldan að hugsa lengra fram í tímann. Við erum oftast og alltof oft að bregðast við einhverri stöðu núna, slökkva einhverja elda, að setja eitthvað fram, sem snýr að einu kjörtímabili en við verðum að getað tamið okkur að geta hugsað til lengri tíma,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Og Áslaug Arna hélt áfram að skjóta á stjórnvöld í ávarpi sínu. „En á sama tíma megum við ekki vera varðhundar fyrir kerfi, sem er úrelt eða búa til fleiri hindranir inn í atvinnutækifæri en þörf er á hverju sinni.” Það vakti líka athygli þegar Áslaug Arna minntist á könnun Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að nú vanti níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum til ýmissa starfa á Íslandi, ekki síst í raunvísinda- og tæknigreinum. „Það er hamlandi gagnvart vaxtartækifærum fyrirtækjanna. Bæði þá mannauðurinn, það vantar fólk og svo auðvitað orkumálin,” sagði ráðherra. Áslaug Arna, ráðherra í ríkisstjórninni, sem flutti ávarp á fagþingi Samorku á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira