Körfubolti

Á­huga­verðasta sögu­línan fyrir seríuna: „Ein­vígi þeirra á milli“

Aron Guðmundsson skrifar
Pavel Ermolinskij og Finnur Freyr Stefánsson þekkja hvorn annan mjög vel
Pavel Ermolinskij og Finnur Freyr Stefánsson þekkja hvorn annan mjög vel Vísir/Samsettmynd

Körfu­bolta­sér­fræðingurinn Kjartan Atli Kjartans­son segir sam­band Pa­vel Er­molinskij, þjálfara Tinda­stóls og Finns Frey Stefáns­sonar, þjálfara Vals eina á­huga­verðustu sögu­línu komandi úr­slita­ein­vígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld.

Vals­menn taka á móti Tinda­stól í fyrsta leik liðanna í úr­slita­ein­víginu í Origohöllinni að Hlíðar­enda í kvöld.

„Við getum sagt að úr­slita­keppnin hafi verið svo­lítið furðu­leg, alla­vega þessi undan­úr­slit þar sem að við fengum marga ó­jafna leiki,“ segir Kjartan Atli í við­tali sem í­þrótta­frétta­maðurinn Valur Páll Ei­ríks­son tók við hann.

„Það hlýtur að vera ein­hvers konar fyrir­boði um að úr­slita­serían verði jafnari en vana­lega og er hún nú yfir­leitt jöfn.“

Valur og Tinda­stóll mættust einnig í úr­slita­ein­vígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Vals­menn betur.

Stólarnir, þeir eiga harma að hefna?

„Já og ég held að fyrir tíma­bilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úr­slitum þá hefðu það verið Vals­menn. Það er nú ein­hver veginn þannig í í­þróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru for­réttindi að fá tæki­færi til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úr­slitunum í fyrra.

Þetta sé tæki­færi fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp.

„Vals­menn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi loka­leikur þeirra í ein­víginu gegn Þór Þor­láks­höfn var þeirra lang­besti leikur að mínu mati. Það var meistara­bragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úr­slita­seríu.“

Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson

Mikilvægur fyrsti leikur

Vals­menn eru með heima­vallar­réttinn í ein­víginu en hversu miklu máli munu heima­vellir liðanna skipta?

„Heima­völlurinn hefur alltaf ein­hver á­hrif en við höfum alveg séð það í úr­slita­keppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á úti­velli. Ég held að á­hrif heima­vallar­réttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið of­boðs­lega mikil­vægur fyrsti leikur í úr­slita­ein­vígi.“

Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé upp­leggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heima­vallar­réttinum.

„Ef Stólunum tekst að taka heima­vallar­réttinn af Vals­mönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru ill­við­ráðan­legir þar. Það verður fókus­punkturinn í að­draganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið al­gjör lykil­leikur.“

Einvígi þeirra á milli

Pa­vel Er­molinskij, þjálfari Tinda­stóls, var hinu megin við borðið á síðasta tíma­bili er hann lék lykil­hlut­verk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefáns­sonar sem er þjálfari Vals­manna.

„Í svona seríum er okkur alltaf tíð­rætt um sögu­línur. Þetta er ein­hver á­huga­verðasta sögu­línan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta sam­band Finns Freys og Pa­vels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur fé­lögum í sam­einingu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eigin­lega bara ein­vígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töfra­maðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“

Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30.

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×