Áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna: „Einvígi þeirra á milli“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 12:16 Pavel Ermolinskij og Finnur Freyr Stefánsson þekkja hvorn annan mjög vel Vísir/Samsettmynd Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson segir samband Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls og Finns Frey Stefánssonar, þjálfara Vals eina áhugaverðustu sögulínu komandi úrslitaeinvígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld. Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira