Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. maí 2023 12:27 Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, segir að félagið leiti allra leiða annarra en að bera fólk út. Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira