Ummæli Ágústs komu Lárusi á óvart: „Hef ekki tekið eftir þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 10:30 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni segir það hundfúlt að heyra skilaboð frá þjálfurum annarra liða í deildinni sem skipi sínum leikmönnum að sparka niður ungu leikmenn Stjörnunnar. Leikmenn séu sparkaðir út úr leikjum liðsins. Breiðablik vann á dögunum afar sannfærandi 2-0 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung vellinum í Bestu deild karla. Eftir fyrstu fimm umferðir mótsins sitja Stjörnumenn í fallsæti með þrjú stig og aðeins einn sigur. Í viðtali eftir leikinn gegn Blikum var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. spurður sérstaklega út í frammistöðu Ísaks Andra Sigurgeirssonar 19 ára gamals leikmanns Stjörnunnar sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum eru þeir sparkaðir niður út og suður og maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðingana á þá leið að það eigi bara að brjóta á þeim og sparka þá niður. Það er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi, að leikmenn sem eru frábærir og að reyna að standa sig séu bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Þetta sé ekki vandamál Stjörnunnar Viðtalið við Ágúst var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkan, á Stöð 2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins sagði þetta ekki vera vandamál Stjörnunnar. „Þeir eru búnir að fá á sig níu mörk í síðustu þremur leikjum, það er stærra vandamál.“ Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, tóku undir með Guðmundi. „Þetta eru 2,4 mörk fengin á sig að meðaltali í leik,“ svaraði Lárus Orri. „Þessi ummæli Gústa koma mér á óvart. Ég hef séð alla leiki Stjörnunnar á þessu tímabili og hef ekki tekið eftir þessu (að ungir leikmenn Stjörnunnar séu sparkaðir niður) sérstaklega.“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar StúkunnarVísir/Skjáskot Albert Brynjar telur að með þessum ummælum hafi leikur Stjörnunnar við Víking Reykjavík á dögunum verið ofarlega í huga Ágústs. „Þar var Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkinga, bara settur sérstaklega á Ísak Andra. Davíð Örn fer í viðtal eftir leik og þar talaði hann um að hann hafi viljað opna leikinn á því að fara svolítið fast í Ísak, bara eins og varnarmenn gera.“ Í leik Stjörnunnar og Breiðabliks hafi Andri Rafn Yeoman verið settur sérstaklega á Ísak Andra. „Ég held að Ágúst sé bara pirraður á að bæði þessi plön andstæðinga Stjörnunnar virkuðu.“ Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira
Breiðablik vann á dögunum afar sannfærandi 2-0 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung vellinum í Bestu deild karla. Eftir fyrstu fimm umferðir mótsins sitja Stjörnumenn í fallsæti með þrjú stig og aðeins einn sigur. Í viðtali eftir leikinn gegn Blikum var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. spurður sérstaklega út í frammistöðu Ísaks Andra Sigurgeirssonar 19 ára gamals leikmanns Stjörnunnar sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum eru þeir sparkaðir niður út og suður og maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðingana á þá leið að það eigi bara að brjóta á þeim og sparka þá niður. Það er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi, að leikmenn sem eru frábærir og að reyna að standa sig séu bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Þetta sé ekki vandamál Stjörnunnar Viðtalið við Ágúst var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkan, á Stöð 2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins sagði þetta ekki vera vandamál Stjörnunnar. „Þeir eru búnir að fá á sig níu mörk í síðustu þremur leikjum, það er stærra vandamál.“ Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, tóku undir með Guðmundi. „Þetta eru 2,4 mörk fengin á sig að meðaltali í leik,“ svaraði Lárus Orri. „Þessi ummæli Gústa koma mér á óvart. Ég hef séð alla leiki Stjörnunnar á þessu tímabili og hef ekki tekið eftir þessu (að ungir leikmenn Stjörnunnar séu sparkaðir niður) sérstaklega.“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar StúkunnarVísir/Skjáskot Albert Brynjar telur að með þessum ummælum hafi leikur Stjörnunnar við Víking Reykjavík á dögunum verið ofarlega í huga Ágústs. „Þar var Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkinga, bara settur sérstaklega á Ísak Andra. Davíð Örn fer í viðtal eftir leik og þar talaði hann um að hann hafi viljað opna leikinn á því að fara svolítið fast í Ísak, bara eins og varnarmenn gera.“ Í leik Stjörnunnar og Breiðabliks hafi Andri Rafn Yeoman verið settur sérstaklega á Ísak Andra. „Ég held að Ágúst sé bara pirraður á að bæði þessi plön andstæðinga Stjörnunnar virkuðu.“
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira
Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30