Vorveiðin í Elliðaánum hafin Karl Lúðvíksson skrifar 5. maí 2023 10:59 Fanndís með fiskinn sem hún setti í og landaði alveg sjálf. Mynd: SVFR FB/Gísli Vorveiðin hófst 1. maí í Elliðaánum en á þessum árstíma eru veiðimenn að eltast við urriðann á efsta hluta veiðisvæðisins. Urriðinn er mest á svæðinu frá Símastreng og upp að Höfuðhyl en sá veiðistaður er að öllu jöfnu gjöfulastur á hverju vori. Það getur legið mikið af urriða í efri hluta Höfuðhyls en líka alveg niður að gömlu brúnni og þar fyrir neðan. Þetta er fiskur í ætisleit og það er þess vegna langsamlega best að nota mjög litlar púpur og þurrflugur andstreymis og reyna eftir fremsta megni að koma mjög varlega að veiðistaðnum og láta fara lítið fyrir sér. Mánudagsmorguninn 1. maí voru feðginin Gísli og Fanndís að veiðum í Elliðaánum, þau lönduðu sjö fiskum og stærsti var 55 cm sem Fanndís setti í og landaði alveg sjálf (sjá mynd). Flestir fiskarnir voru teknir í Höfuðhyl og allt á púpur, Blóðorm og Pheasant tail, að sögn Gísla var kalt um morguninn en stillt, svo kom sólin og þá fór allt að gerast. Stangveiði Mest lesið Met fallið í Svalbarðsá Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 100 sm lax í Blöndu Veiði Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Hollið að detta í 60 laxa Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði
Urriðinn er mest á svæðinu frá Símastreng og upp að Höfuðhyl en sá veiðistaður er að öllu jöfnu gjöfulastur á hverju vori. Það getur legið mikið af urriða í efri hluta Höfuðhyls en líka alveg niður að gömlu brúnni og þar fyrir neðan. Þetta er fiskur í ætisleit og það er þess vegna langsamlega best að nota mjög litlar púpur og þurrflugur andstreymis og reyna eftir fremsta megni að koma mjög varlega að veiðistaðnum og láta fara lítið fyrir sér. Mánudagsmorguninn 1. maí voru feðginin Gísli og Fanndís að veiðum í Elliðaánum, þau lönduðu sjö fiskum og stærsti var 55 cm sem Fanndís setti í og landaði alveg sjálf (sjá mynd). Flestir fiskarnir voru teknir í Höfuðhyl og allt á púpur, Blóðorm og Pheasant tail, að sögn Gísla var kalt um morguninn en stillt, svo kom sólin og þá fór allt að gerast.
Stangveiði Mest lesið Met fallið í Svalbarðsá Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 100 sm lax í Blöndu Veiði Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Hollið að detta í 60 laxa Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði