Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:30 Ágúst Gylfason var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti