Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 23:06 Þróttur vann góðan sigur gegn Selfyssingum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir aðeins fimm mínútna leik var Tanya Boychuk búinn að koma Þrótti yfir eftir fallega stungusendingu frá Kötlu Tryggvadóttur. Katla hefði svo líklega átt að tvöfalda forystuna fjórum mínútum síðar þegar Þróttarar nýttu sér klaufagang í vörn Selfyssinga og Katla fékk skot fyrir opnu marki. Markið var þó hins vegar greinilega ekki alveg opið því áðurnefnd Tanya Boychuk þvældist fyrir skoti Kötlu og fékk dæmda á sig rangstöðu. Fljótlega eftir þetta róaðist leikurinn og liðin skiptust á að sækja. Það var ekki fyrr en á 38. mínútu að það dró til tíðinda á ný þegar Emelía Óskarsdóttir stal boltanum af aftasta varnarmanni Þróttar, keyrði að markinu og kláraði vel. Emelía var að leika sinn fyrsta leik fyrir Selfoss, en hún kom á láni til félagsins frá sænska félaginu Kristianstad. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama og var í gangi seinni hluta fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á að sækja, án þess þó að skapa sér of mikið af færum. Það voru þó gestirnir sem virtust líklegri til að skora og það tókst á 67. mínútu þegar Sæunn Björnsdóttir fékk boltann á vítateigshorninu. Hún lét vaða eftir að nokkrar fyrirgjafatilraunir liðsis höfðu misheppnast og boltinn söng í netinu. Heimakonum tókst ekki að finna jöfnunarmark á lokamínútum leiksins og niðurstaðan varð því 2-1 sigur Þróttar sem hefur nú unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Selfyssingar eru hins vegar enn án stiga. Af hverju vann Þróttur? Gestirnir í Þrótti byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og hefði líklega átt að vera búnar að skora að minnsta kosti tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið í nokkru jafnvægi síðustu sjötíu mínúturnar virtust Þróttarar þó alltaf líklegri og sigur þeirra er að öllum líkindum sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Tanya Boychuk og Katla Tryggvadóttir ógnuðu marki heimakvenna ítrekað í fyrri hluta fyrri hálfleiks og spiluðu vel saman í kvöld. Þá átti Sæunn Björnsdóttir einnig góðan leik og skoraði sigurmark Þróttar. Í liði Selfyssinga átti Emelía Óskarsdóttir oft á tíðum góðar rispur í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að brjóta vörn andstæðingana á bak aftur. Selfyssingar voru í sérstökum vandræðum í þeim efnum og sköpuðu þær sér varla færi nema með því að nýta sér mistök andstæðingana. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næsta leik næstkomandi miðvikudag klukkan 19:15. Selfyssingar heimsækja Íslandsmeistara Vals og Þróttur fær Stjörnuna í heimsókn. Emelía: Gott að vera komin aftur í rigninguna og góða veðrið Emelía Óskarsdóttir er á láni frá Kristianstad.INSTAGRAM/@KRISTIANSTADSDFF Emelía Óskarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Selfoss í kvöld og skoraði eina mark liðsins undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var vissulega svolítið pirrandi. Við vorum kannski ekki að skapa okkur alveg nógu mikið, en það var góð barátta fannst mér og viðvildum þetta virkilega. En það vantaði kannski svolítið upp á seinasta þriðjunginn.“ Hún segir að liðinu hafi skort lokasendinguna til að brjóta vörn Þróttar á bak aftur. „Mér fannst það bara vera seinasta sendingin, og kannski hjá okkur öllum einhvernveginn. En þær voru líka flottar samt í vörninni, en seinasta sendingin fannst mér klikka kannski aðeins of oft.“ Emelía gekk í raðir Selfoss á láni frá Kristianstad fyrir tímabilið og segist hún kunna vel við sig í íslensku rigningunni. „Það er frábært. Gott að vera komin aftur í rigninguna og góða veðrið,“ sagði Emelía. Selfyssingar eru enn án stiga eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins, en liðið mætir Íslandsmeisturum Vals í næstu umferð. „Það leggst nú bara mjög vel í mig og ég er rosa spennt fyrir þeim leik. Við mætum enn ákveðnari í þann leik og lærum af því sem við eigum að læra af og klárum þetta. Við fáum vonandi okkar fyrstu þrjú stig og mætum í þann leik með kassann úti og hausinn uppi og klárum þetta,“ sagði Emelía að lokum. Íslenski boltinn UMF Selfoss Þróttur Reykjavík
Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir aðeins fimm mínútna leik var Tanya Boychuk búinn að koma Þrótti yfir eftir fallega stungusendingu frá Kötlu Tryggvadóttur. Katla hefði svo líklega átt að tvöfalda forystuna fjórum mínútum síðar þegar Þróttarar nýttu sér klaufagang í vörn Selfyssinga og Katla fékk skot fyrir opnu marki. Markið var þó hins vegar greinilega ekki alveg opið því áðurnefnd Tanya Boychuk þvældist fyrir skoti Kötlu og fékk dæmda á sig rangstöðu. Fljótlega eftir þetta róaðist leikurinn og liðin skiptust á að sækja. Það var ekki fyrr en á 38. mínútu að það dró til tíðinda á ný þegar Emelía Óskarsdóttir stal boltanum af aftasta varnarmanni Þróttar, keyrði að markinu og kláraði vel. Emelía var að leika sinn fyrsta leik fyrir Selfoss, en hún kom á láni til félagsins frá sænska félaginu Kristianstad. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama og var í gangi seinni hluta fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á að sækja, án þess þó að skapa sér of mikið af færum. Það voru þó gestirnir sem virtust líklegri til að skora og það tókst á 67. mínútu þegar Sæunn Björnsdóttir fékk boltann á vítateigshorninu. Hún lét vaða eftir að nokkrar fyrirgjafatilraunir liðsis höfðu misheppnast og boltinn söng í netinu. Heimakonum tókst ekki að finna jöfnunarmark á lokamínútum leiksins og niðurstaðan varð því 2-1 sigur Þróttar sem hefur nú unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Selfyssingar eru hins vegar enn án stiga. Af hverju vann Þróttur? Gestirnir í Þrótti byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og hefði líklega átt að vera búnar að skora að minnsta kosti tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið í nokkru jafnvægi síðustu sjötíu mínúturnar virtust Þróttarar þó alltaf líklegri og sigur þeirra er að öllum líkindum sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Tanya Boychuk og Katla Tryggvadóttir ógnuðu marki heimakvenna ítrekað í fyrri hluta fyrri hálfleiks og spiluðu vel saman í kvöld. Þá átti Sæunn Björnsdóttir einnig góðan leik og skoraði sigurmark Þróttar. Í liði Selfyssinga átti Emelía Óskarsdóttir oft á tíðum góðar rispur í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að brjóta vörn andstæðingana á bak aftur. Selfyssingar voru í sérstökum vandræðum í þeim efnum og sköpuðu þær sér varla færi nema með því að nýta sér mistök andstæðingana. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næsta leik næstkomandi miðvikudag klukkan 19:15. Selfyssingar heimsækja Íslandsmeistara Vals og Þróttur fær Stjörnuna í heimsókn. Emelía: Gott að vera komin aftur í rigninguna og góða veðrið Emelía Óskarsdóttir er á láni frá Kristianstad.INSTAGRAM/@KRISTIANSTADSDFF Emelía Óskarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Selfoss í kvöld og skoraði eina mark liðsins undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var vissulega svolítið pirrandi. Við vorum kannski ekki að skapa okkur alveg nógu mikið, en það var góð barátta fannst mér og viðvildum þetta virkilega. En það vantaði kannski svolítið upp á seinasta þriðjunginn.“ Hún segir að liðinu hafi skort lokasendinguna til að brjóta vörn Þróttar á bak aftur. „Mér fannst það bara vera seinasta sendingin, og kannski hjá okkur öllum einhvernveginn. En þær voru líka flottar samt í vörninni, en seinasta sendingin fannst mér klikka kannski aðeins of oft.“ Emelía gekk í raðir Selfoss á láni frá Kristianstad fyrir tímabilið og segist hún kunna vel við sig í íslensku rigningunni. „Það er frábært. Gott að vera komin aftur í rigninguna og góða veðrið,“ sagði Emelía. Selfyssingar eru enn án stiga eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins, en liðið mætir Íslandsmeisturum Vals í næstu umferð. „Það leggst nú bara mjög vel í mig og ég er rosa spennt fyrir þeim leik. Við mætum enn ákveðnari í þann leik og lærum af því sem við eigum að læra af og klárum þetta. Við fáum vonandi okkar fyrstu þrjú stig og mætum í þann leik með kassann úti og hausinn uppi og klárum þetta,“ sagði Emelía að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti