Fótbolti

Diljá Ýr skoraði fyrir Norrköping í tapi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Diljá Ýr Zomers gekk til liðs við Norrköping í vor en hér er hún í búningi Häcken sem hún lék með á síðasta tímabili.
Diljá Ýr Zomers gekk til liðs við Norrköping í vor en hér er hún í búningi Häcken sem hún lék með á síðasta tímabili. Göteborgs Posten/Vísir

Diljá Ýr Zomers skoraði mark Norrköping sem beið lægri hlut í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arnór Sigurðsson og Arnór Traustason voru báðir í byrjunarliði karlaliðs Norrköping sem einnig vann sigur.

Diljá Ýr Zomers gekk til liðs við Norrköping nú í vor en hún var á láni hjá félaginu frá Häcken á síðasta tímabili. Lið Norrköping hefur byrjað tímabilið ágætlega og var í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld en andstæðingarnir í Piteå með einu stigi meira og sæti ofar.

Heimalið Piteå byrjaði af krafti í dag. Katrina Guillou kom þeim yfir á 12. mínútu en Diljá Ýr jafnaði metin á 20. mínútu, hennar fyrsta mark í deildinni á tímabilinu. Markið er Guillou skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og staðan þá 2-1 fyrir Piteå.

Í síðari hálfleik tókst liðunum ekki að bæta við marki. Lokatölur 2-1 fyrir Piteå sem lyftir sér þar með upp í þriðja sæti deildarinnar.

Í efstu deild karla í Svíþjóð voru Íslendingar einnig á ferðinni með Norrköping. Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru báðir í byrjunarliði liðsins sem mætti Hammarby á heimavelli. Staðan í hálfleik var markalaus en á síðustu ellefu mínútunum skoraði Christoffer Nyman tvö mörk fyrir Norrköping og tryggði þeim sigurinn.

Arnór og Arnór Ingvi léku báðir allan leikinn í liði Norrköping og þá kom Ari Freyr Skúlason inn af bekknum og lék síðustu fimm mínúturnar.

Þá lék hinn ungi Adam Ingi Benediktsson í marki IFK Gautaborg sem vann 6-0 stórsigur á Degerfors. Þetta var fyrsti sigur Gautaborg í deildinni sem skoraði sitt fyrsta mark í fimmtu umferðinni um síðustu helgi þegar liðið gerði jafntefli við Norrköping. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×