Á vef Tix kemur fram að miði á viðburðinn kosti 8.700 krónur og eftir athöfnina verði nýkrýndum konungshjónunum fagnað með „High Tea“ í Iðnó.
BBC segir frá því að athöfnin verði líklega styttri og minni að umfangi en krýning Elísabetar II drottningar árið 1953, með fjölbreyttari fulltrúum ýmissa trúarbragða. Einnig verða þjóðhöfðingjar heimsins viðstaddir, þar á meðal Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú.
Krýningin formfestir hlutverk konungsins og markar framsal á titlum og völdum.
Hins vegar er í raun ekki nauðsynlegt fyrir konunginn að vera krýndur en Karl varð sjálfkrafa konungur um leið og Elísabet II drottning lést.