Sá verðmætasti sneri aftur í stóru tapi Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 07:31 MVP-inn Joel Embiid sneri aftur til leiks í gærkvöld og á hér í harðri baráttu við Al Horford og Marcus Smart um boltann. AP/Charles Krupa Boston Celtics svöruðu vel fyrir sig í gærkvöld eftir tapið í fyrsta leik gegn Philadelphia 76ers, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn í gærkvöld með yfirburðum, 121-87, eftir að hafa stungið af í þriðja leikhluta og komið muninum í 92-65 með 19-5 kafla í lok hans. Liðin halda nú til Philadelphia og þar vonast heimamenn sjálfsagt eftir meira framlagi frá nýkjörnum verðmætasta leikmanni deildarinnar, Joel Embiid, sem sneri aftur eftir meiðsli í gær. Embiid var augljóslega ekki alveg búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og sagði að það myndi taka nokkrar vikur, en reyndi samt að gera sitt þær mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði aðeins 15 stig en kvaðst á réttri leið: „Mér leið nokkuð vel með að spila og fannst að ég gæti hjálpað liðinu. Mér finnst eins og að ég sé búinn að losna við þetta [meiðslin]. Vonsvikinn yfir tapinu en þetta var skref í þá átt að ná aftur fram mínu besta,“ sagði Embiid. James Harden, sem skoraði 45 stig í fyrsta leik, átti dapurt kvöld og klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum, og endaði með 12 stig og 10 fráköst. Tatum Smart pic.twitter.com/sGrooc9ZHv— NBA TV (@NBATV) May 4, 2023 Leikmenn Boston spiluðu nefnilega fantagóða vörn og á hinum enda vallarins létu margir til sín taka. Jayson Tatum lenti þó snemma í villuvandræðum og skoraði aðeins sjö stig í leiknum, en það segir sitt að Boston hafi engu að síður unnið 34 stiga sigur. Jaylen Brown skoraði 25 stig og Malcolm Brogdon skoraði 23 en hann setti niður sex af tuttugu þristum Boston-liðsins í leiknum. Derrick White og Marcus Smart skoruðu 15 stig hvor. Brogdon sagði mikilvægt að Boston héldi áfram með sama hætti í næsta leik sem fram fer annað kvöld. „Þetta hefur enga þýðingu ef við höldum ekki svona áfram,“ sagði Brogdon. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Boston vann leikinn í gærkvöld með yfirburðum, 121-87, eftir að hafa stungið af í þriðja leikhluta og komið muninum í 92-65 með 19-5 kafla í lok hans. Liðin halda nú til Philadelphia og þar vonast heimamenn sjálfsagt eftir meira framlagi frá nýkjörnum verðmætasta leikmanni deildarinnar, Joel Embiid, sem sneri aftur eftir meiðsli í gær. Embiid var augljóslega ekki alveg búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og sagði að það myndi taka nokkrar vikur, en reyndi samt að gera sitt þær mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði aðeins 15 stig en kvaðst á réttri leið: „Mér leið nokkuð vel með að spila og fannst að ég gæti hjálpað liðinu. Mér finnst eins og að ég sé búinn að losna við þetta [meiðslin]. Vonsvikinn yfir tapinu en þetta var skref í þá átt að ná aftur fram mínu besta,“ sagði Embiid. James Harden, sem skoraði 45 stig í fyrsta leik, átti dapurt kvöld og klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum, og endaði með 12 stig og 10 fráköst. Tatum Smart pic.twitter.com/sGrooc9ZHv— NBA TV (@NBATV) May 4, 2023 Leikmenn Boston spiluðu nefnilega fantagóða vörn og á hinum enda vallarins létu margir til sín taka. Jayson Tatum lenti þó snemma í villuvandræðum og skoraði aðeins sjö stig í leiknum, en það segir sitt að Boston hafi engu að síður unnið 34 stiga sigur. Jaylen Brown skoraði 25 stig og Malcolm Brogdon skoraði 23 en hann setti niður sex af tuttugu þristum Boston-liðsins í leiknum. Derrick White og Marcus Smart skoruðu 15 stig hvor. Brogdon sagði mikilvægt að Boston héldi áfram með sama hætti í næsta leik sem fram fer annað kvöld. „Þetta hefur enga þýðingu ef við höldum ekki svona áfram,“ sagði Brogdon.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins