Auk Kristínar hefur Elfa Arnardóttir verið ráðin deildarstjóri vörumerkis Íslandsbanka. Hún kemur til bankans frá Marel, þar sem hún hefur leitt alþjóðlega markaðsdeild innan sviðsins Retail & Food Service. Um árabil hefur Elfa starfað við markaðssetningu, vörumerkjastjórnun og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Nike og Lego Group.
Elfa er með bakkalárgráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskólanum í Árósum í Danmörku, með áherslu á nýsköpun og leiðtogahæfni.
Kristín Hildur hefur starfað hjá Íslandsbanka í eitt ár en áður leiddi hún vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar á einstaklingssviði bankans. Þar á undan starfaði hún hjá Deloitte á sviði viðskiptalausna og þar áður hjá fjarstýringu Eimskipa.
Kristín Hildur er með bakkalárgráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla. Auk þess er hún ein þriggja meðlima í Fortuna Invest, sem hefur það að markmiði að auk fræðslu á fjármálamarkaði. Því til viðbótar hefur hún lokið prófi í verðbréfaréttindum.