Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 11:33 Frá móttöku flóttamanna í Sádi-Arabíu fyrr í vikunni. AP Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi. Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi.
Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent