Íslendingaliðin töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 16:16 Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Lyngby töpuðu leikjm sínum í dönsku úrvalsdeildinni í dag. FCK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir erkifjendum sínum í Bröndby á meðan Lyngby tapaði fyrir Álaborg á útivelli. Til að gera hlutina enn verri þá brenndi FCK af vítaspyrnu undir lok leiks. FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira