Mikill áhugi hjá sunnlenskum bændum um aukna kornrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2023 21:04 Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, sem var með mjög flott og fróðlegt erindi á fundinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill áhugi er á meðan sunnlenskra bænda um að stórefla kornrækt á svæðinu og stofna sameiginlega kornsamlag og kornvinnslu. Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira