Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Haukar 29-22 | Eyjakonur taka forystuna Einar Kárason skrifar 29. apríl 2023 19:29 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið frábær hjá ÍBV að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann nokkuð öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í dag, 29-22. Langt var um liðið frá því að Eyjastúlkur spiluðu síðast leik en gestirnir úr Hafnarfirði mættu til Eyja eftir að hafa kastað Fram úr keppni með tveimur sigrum. Leikurinn fór fjörlega af stað en bæði lið misstu boltann í sinni fyrstu sókn enda spennustigið hátt. ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins en þær hvítklæddu byrjuðu leikinn betur. Staðan eftir tíu mínútna leik var 6-3 fyrir Eyjastúlkum en Haukaliðið lifnaði við og skoraði fjögur mörk gegn einu. Leikurinn því jafn, 7-7, eftir tæplega tuttugu mínútna leik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir fóru fyrir sínum liðum í upphafi leiks. Hrafnhildur Hanna skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum Eyjaliðsins en Elín Klara fjögur af fyrstu sjö. Þrátt fyrir að vantað hafi upp á markaskorun liðanna í fyrri hálfleiknum þá var hart tekist á og urmull góðra færa fór í súginn eins og vill oft gerast í leikjum sem þessum. Gestirnir höfðu tækifæri á að komast yfir í fyrsta skipti í stöðunni 7-7 en gott færi fór þá forgörðum sem hleypti lífi í heimaliðið. ÍBV komst aftur þremur mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik, í stöðunni 12-9, áður en Haukar náðu að minnka muninn.Þegar gengið var inn í búningsklefa í hálfleik var staðan því 12-10, ÍBV í vil og spennandi þrjátíu mínútur framundan. Gestirnir hófu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu þrjú mörk í röð og komust því yfir í fyrsta skiptið snemma í síðari hálfleiknum. Það entist ekki lengi þar sem ÍBV skoraði næstu þrjú og komnar tveimur mörkum yfir á nýjan leik en öll þrjú mörkin komu á sömu mínútunni. Þessi martraðarmínúta reyndist Haukunum grimm en þrátt fyrir að ná að halda sér einungis einu til tveimur mínútum frá heimaliðinu þá virtist ÍBV aldrei ætla að missa leikinn úr höndum sér eftir að hafa komist yfir á nýjan leik, þrátt fyrir að tuttugu mínútur eftir lifðu. Haukar minnkuðu muninn í 21-19 þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir en eftir það léku heimastúlkur á alls oddi. Hægt og bítandi fóru þær að stinga af en Haukastúlkur fóru illa með margar sóknir og köstuðu leiknum frá sér. Svo fór að leikar enduðu með sjö marka mun, 29-22, eftir fjörugar sextíu mínútur. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið spilaði eins og meistaralið í síðari hálfleiknum og skoruðu sautján mörk. Fóru betur með boltann og færin, að fráskildum fyrstu mínútum hálfleiksins. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna var frábær í dag og skoraði ellefu mörk. Var potturinn og pannan í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og spilaði einnig vel í þeim síðari. Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu fimm mörk, ásamt því að spila góða vörn. Marta Wawrzynkowska skilaði fínu dagsverki með tólf bolta varða. Elín Klara og Natasja Hammer skoruðu báðar sjö mörk í dag en það dró eilítið af Elínu í síðari hálfleiknum. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var ekki nægilega öflugur, sér í lagi í síðari hálfleik, og helst þar í hendur við markvörsluna. Sóknarleikurinn var einnig köflóttur þar sem komu kaflar þar sem lítið gekk upp og slakar sendingar bundu enda á þær sóknir. Hvað gerist næst? Liðin mætast í öðrum leik á mánudaginn kemur. Sigurður: „Hafði engar bilaðar áhyggjur þegar þær komust yfir“ Sigurður Bragason var rólegri en oft áður í kvöld.Vísir/Diego „Þetta var aldrei þægilegt, ég skal segja þér það,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. „Við byrjuðum af krafti en þær komu helvíti öflugar til baka. Það er erfitt að eiga við þær. Þær eru algjörir gormar. Natasja (Hammer) og Elín Klara (Þorkelsdóttir) eru á öðrum stað en aðrar þegar það kemur að fintum. Þær voru erfiðar að eiga við en ég þigg þetta.” „Á þeim kafla erum við einum færri,” sagði Sigurður varðandi erfiða byrjun á síðari hálfleiknum. „Ef þú ert með svona gorma á móti þér er erfitt að gefa þeim stórt svæði og nýttu kaflana einum fleiri. Ég hafði engar bilaðar áhyggjur þegar þær komust yfir. Ég var ekki orðinn stressaður, en það var aðeins.“ „Það má ekki gleyma því að þetta er fyrsti leikurinn okkar í mánuð. Við vorum á þvílíku rönni í sjö mánuði. Við erum ekki búin að spila leik. Stelpum í landsliðsverkefnum og við höfum varla getað æft svo við þurftum að koma okkur aftur í gírinn. Engin afsökun en þetta er staðan. En við verðum að spila betur en þetta í leiknum á mánudaginn.” „Við komum Birnu (Berg Haraldsdóttur) inn í leikinn í seinni. Þetta var svolítið Hrafnhildur Hanna (Þrastardóttir) í byrjun sem var svo sem uppleggið. Við skorum sjö mörk á níu mínútum og Hanna í sérflokki. Hún var orðin þreytt en hélt áfram. Við verðum að trekkja þær í gang og það tókst þegar líða fór á leikinn.” „ÍBV er ógeðslega flott í úrslitakeppni. Við stöndum saman og fáum alltaf áhorfendur. Ég ætla að hrósa Haukafólkinu því maður sér þetta ekkert í kvennaboltanum. Fimmtíu manns gerðu sér ferð á skerið í sól og blíðu sem er gaman. Ég er pottþéttur að við fáum fólkið okkar.” „Við verðum að spila betur en þetta á útivelli til að koma okkur í 2-0. Það er á hreinu,” sagði Sigurður. Díana: „Spennustigið var ekki rétt stillt“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka.Vísir/Vilhelm Sjö marka tap var niðurstaðan og var Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sammála um að það hefði verið full stórt. „Mér fannst það og mér fannst við vera lengi inni í leiknum en það er deginum ljósara að lið sem fær fjögur fríköst í leik. Mitt lið nær ekki að klukka þær í þessum leik og verðum að spila miklu, miklu betri vörn í næsta leik.” Eftir frábæra byrjun á síðari hálfleik tók við martraðarmínúta þar sem ÍBV skoraði þrjú mörk gegn engu og snéri leiknum aftur sér í hag. „Ég er með ungt lið og erum alltaf að læra og þetta er einn leikur af mörgum. Við komum bara sterkar í næsta leik. Þessi rimma er bara rétt að byrja, það er bara þannig.” „Spennustigið var ekki rétt stillt fannst mér í byrjun og við töpum því aftur í seinni hálfleik. Ég tek það á mig og við þurfum að byrja betur og stilla okkur saman. Þetta verður hörkuleikur á mánudaginn og Ásvöllum. Ég lofa því,” sagði Díana að lokum. Handbolti ÍBV Haukar Olís-deild kvenna
ÍBV vann nokkuð öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í dag, 29-22. Langt var um liðið frá því að Eyjastúlkur spiluðu síðast leik en gestirnir úr Hafnarfirði mættu til Eyja eftir að hafa kastað Fram úr keppni með tveimur sigrum. Leikurinn fór fjörlega af stað en bæði lið misstu boltann í sinni fyrstu sókn enda spennustigið hátt. ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins en þær hvítklæddu byrjuðu leikinn betur. Staðan eftir tíu mínútna leik var 6-3 fyrir Eyjastúlkum en Haukaliðið lifnaði við og skoraði fjögur mörk gegn einu. Leikurinn því jafn, 7-7, eftir tæplega tuttugu mínútna leik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir fóru fyrir sínum liðum í upphafi leiks. Hrafnhildur Hanna skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum Eyjaliðsins en Elín Klara fjögur af fyrstu sjö. Þrátt fyrir að vantað hafi upp á markaskorun liðanna í fyrri hálfleiknum þá var hart tekist á og urmull góðra færa fór í súginn eins og vill oft gerast í leikjum sem þessum. Gestirnir höfðu tækifæri á að komast yfir í fyrsta skipti í stöðunni 7-7 en gott færi fór þá forgörðum sem hleypti lífi í heimaliðið. ÍBV komst aftur þremur mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik, í stöðunni 12-9, áður en Haukar náðu að minnka muninn.Þegar gengið var inn í búningsklefa í hálfleik var staðan því 12-10, ÍBV í vil og spennandi þrjátíu mínútur framundan. Gestirnir hófu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu þrjú mörk í röð og komust því yfir í fyrsta skiptið snemma í síðari hálfleiknum. Það entist ekki lengi þar sem ÍBV skoraði næstu þrjú og komnar tveimur mörkum yfir á nýjan leik en öll þrjú mörkin komu á sömu mínútunni. Þessi martraðarmínúta reyndist Haukunum grimm en þrátt fyrir að ná að halda sér einungis einu til tveimur mínútum frá heimaliðinu þá virtist ÍBV aldrei ætla að missa leikinn úr höndum sér eftir að hafa komist yfir á nýjan leik, þrátt fyrir að tuttugu mínútur eftir lifðu. Haukar minnkuðu muninn í 21-19 þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir en eftir það léku heimastúlkur á alls oddi. Hægt og bítandi fóru þær að stinga af en Haukastúlkur fóru illa með margar sóknir og köstuðu leiknum frá sér. Svo fór að leikar enduðu með sjö marka mun, 29-22, eftir fjörugar sextíu mínútur. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið spilaði eins og meistaralið í síðari hálfleiknum og skoruðu sautján mörk. Fóru betur með boltann og færin, að fráskildum fyrstu mínútum hálfleiksins. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna var frábær í dag og skoraði ellefu mörk. Var potturinn og pannan í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og spilaði einnig vel í þeim síðari. Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu fimm mörk, ásamt því að spila góða vörn. Marta Wawrzynkowska skilaði fínu dagsverki með tólf bolta varða. Elín Klara og Natasja Hammer skoruðu báðar sjö mörk í dag en það dró eilítið af Elínu í síðari hálfleiknum. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var ekki nægilega öflugur, sér í lagi í síðari hálfleik, og helst þar í hendur við markvörsluna. Sóknarleikurinn var einnig köflóttur þar sem komu kaflar þar sem lítið gekk upp og slakar sendingar bundu enda á þær sóknir. Hvað gerist næst? Liðin mætast í öðrum leik á mánudaginn kemur. Sigurður: „Hafði engar bilaðar áhyggjur þegar þær komust yfir“ Sigurður Bragason var rólegri en oft áður í kvöld.Vísir/Diego „Þetta var aldrei þægilegt, ég skal segja þér það,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. „Við byrjuðum af krafti en þær komu helvíti öflugar til baka. Það er erfitt að eiga við þær. Þær eru algjörir gormar. Natasja (Hammer) og Elín Klara (Þorkelsdóttir) eru á öðrum stað en aðrar þegar það kemur að fintum. Þær voru erfiðar að eiga við en ég þigg þetta.” „Á þeim kafla erum við einum færri,” sagði Sigurður varðandi erfiða byrjun á síðari hálfleiknum. „Ef þú ert með svona gorma á móti þér er erfitt að gefa þeim stórt svæði og nýttu kaflana einum fleiri. Ég hafði engar bilaðar áhyggjur þegar þær komust yfir. Ég var ekki orðinn stressaður, en það var aðeins.“ „Það má ekki gleyma því að þetta er fyrsti leikurinn okkar í mánuð. Við vorum á þvílíku rönni í sjö mánuði. Við erum ekki búin að spila leik. Stelpum í landsliðsverkefnum og við höfum varla getað æft svo við þurftum að koma okkur aftur í gírinn. Engin afsökun en þetta er staðan. En við verðum að spila betur en þetta í leiknum á mánudaginn.” „Við komum Birnu (Berg Haraldsdóttur) inn í leikinn í seinni. Þetta var svolítið Hrafnhildur Hanna (Þrastardóttir) í byrjun sem var svo sem uppleggið. Við skorum sjö mörk á níu mínútum og Hanna í sérflokki. Hún var orðin þreytt en hélt áfram. Við verðum að trekkja þær í gang og það tókst þegar líða fór á leikinn.” „ÍBV er ógeðslega flott í úrslitakeppni. Við stöndum saman og fáum alltaf áhorfendur. Ég ætla að hrósa Haukafólkinu því maður sér þetta ekkert í kvennaboltanum. Fimmtíu manns gerðu sér ferð á skerið í sól og blíðu sem er gaman. Ég er pottþéttur að við fáum fólkið okkar.” „Við verðum að spila betur en þetta á útivelli til að koma okkur í 2-0. Það er á hreinu,” sagði Sigurður. Díana: „Spennustigið var ekki rétt stillt“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka.Vísir/Vilhelm Sjö marka tap var niðurstaðan og var Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sammála um að það hefði verið full stórt. „Mér fannst það og mér fannst við vera lengi inni í leiknum en það er deginum ljósara að lið sem fær fjögur fríköst í leik. Mitt lið nær ekki að klukka þær í þessum leik og verðum að spila miklu, miklu betri vörn í næsta leik.” Eftir frábæra byrjun á síðari hálfleik tók við martraðarmínúta þar sem ÍBV skoraði þrjú mörk gegn engu og snéri leiknum aftur sér í hag. „Ég er með ungt lið og erum alltaf að læra og þetta er einn leikur af mörgum. Við komum bara sterkar í næsta leik. Þessi rimma er bara rétt að byrja, það er bara þannig.” „Spennustigið var ekki rétt stillt fannst mér í byrjun og við töpum því aftur í seinni hálfleik. Ég tek það á mig og við þurfum að byrja betur og stilla okkur saman. Þetta verður hörkuleikur á mánudaginn og Ásvöllum. Ég lofa því,” sagði Díana að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti