Aftur um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 29. apríl 2023 08:30 Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar