Sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:30 Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins?
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun