„Meira hungur í henni heldur en mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 11:01 Haukakonur hafa blómstrað undir stjórn Díönu Guðjónsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Haukakonur komust í undanúrslit Olís deildar kvenna í handbolta með því að sópa óvænt út Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira