Eins og undanfarnar vikur hefur lítið gerst á víglínunum í Úkraínu. Rússar hafa sótt fram í Bakhmut, í austurhluta landsins og náð þar hægum árangri. Hersveitir Rússa hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri og eru nú sagðir stjórna meirihluta hans. Rússar hafa einnig náð árangri nærri Avdiivka, suður af Bakhmut og þar að auki hafa þeir gert árásir við Marinka, sem er enn sunnar. Hvar þessir bæir eru má sjá á einu af meðfylgjandi kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. NEW: The #Russian military command appears to be reshuffling the leadership of command organs associated with force generation, sustainment, and logistics.Our latest: https://t.co/E5eNcA1HHE pic.twitter.com/13Y70FZjma— ISW (@TheStudyofWar) April 27, 2023 Víða í Varnarstöðu Herforingjaráð Úkraínu sagði í gærmorgun að Rússar hefðu ekki reynt að sækja fram annars staðar á víglínum Úkraínu. Þess í stað væru þeir að taka upp varnarstöðu víða en á undanförnum mánuðum hafa Rússar byggt upp umfangsmiklar varnir í suðri og í austri, í aðdraganda væntanlegra gagnárása Úkraínumanna. Hörðustu bardagar síðust vikna hafa geisað í Bakhmut. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að Úkraínumenn komu fyrir sprengjum í húsi í Bakhmut sem þeir voru að verja. Þegar Rússar réðust á húsið og barist var um það, hörfuðu Úkraínumenn og sprengdu húsið í loft upp. Sjá einnig: Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Tiltölulega fáar byggingar eru standandi í Bakhmut og eru Úkraínumenn sagðir hafa lagt fleiri sambærilegar gildrur á síðustu vikum. Að koma sprengiefnum fyrir í varðstöðvum þeirra og sprengja þær í loft upp ef Rússar ná þeim og koma sér þar fyrir. Það var til dæmis gert með menningarhús Bakhmut fyrr í mánuðinum. Undermining the house of culture in #Bakhmut, #Donetsk Region. pic.twitter.com/8brFdhNtgs— KyivPost (@KyivPost) April 18, 2023 Segja árangur Rússa kostnaðarsaman Varnir Úkraínumanna í Bakhmut hafa kostað sitt en þeir segjast þó hafa fellt marga rússneska hermenn. Wall Street Journal hefur eftir Vikotor Khorenkok, yfirmanni sérsveita Úkraínu, sem heimsótti Bakhmut nýverið, að ástandið væri erfitt í Bakhmut en Rússar hefðu greitt hátt gjald fyrir árangur þeirra þar. Auk þess að berjast um bæinn sjálfan, hafa úkraínskir og rússneskir hermenn einnig barist um nánasta umhverfi Bakhmut. Þar hafa Rússar einnig sótt fram, bæði norður og suður af bænum, á undanförnum mánuðum. Nú er staðan þannig að Úkraínumenn hafa einungis eina leið til að flytja birgðir og hermenn til Bakhmut. Þó Úkraínumenn segist hafa valdið Rússum miklum skaða í Bakhmut, hafa varnir bæjarins kostað Úkraínumenn einnig. Starfsmenn New York Times heimsóttu nýverið víglínurnar í Úkraínu og ræddu þar við úkraínska hermenn. Þeirra á meðal var Valentyn, sem vinnur við að flytja særða hermenn og lík af víglínunni. Miðillinn birti átakanlegt viðtal við Valentyn þar sem hann lýsti störfum sínum og talaði um það að hann gréti stundum í hljóði vegna þess sem hann hefði séð og upplifað. Kvartar yfir skotfæraskorti Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur og eigandi málaliðahópsins Wagner Group, sagði í vikunni að hann ætti von á því að Úkraínumenn byrjuðu gagnárásir sínar snemma í næsta mánuði. Hann kvartaði einnig yfir skorti á skotfærum og sagði að sá skortur gæti reynst Rússum erfiður varðandi það að stöðva væntanlega sókn Úkraínumanna. Auðjöfurinn sagði að þeir sem bæru ábyrgð á þessum skorti myndu þurfa að svara fyrir það gagnvart fjölskyldum rússneskra kvaðmanna sem munu þjást vegna skortsins. Every day, Prigozhin comes up with a new mood for himself, anywhere between victorious and defeatist. Today, he's once again hysterical: in a 5-minute audio rant he declares that the Ukrainian offensive is inevitable, will start after 2nd May when the soil dries up, and that pic.twitter.com/uYPvQrmvza— Dmitri (@wartranslated) April 26, 2023 Búnir að fá mikið magn hergagna Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið verið að mynda nýjar hersveitir sem margar eru búnar vestrænum skrið- og bryndrekum. Er þar um að ræða Leopard skriðdreka frá Þýskalandi, Challenger skriðdreka frá Bretlandi, Bradley bryndreka frá Bandaríkjunum og Marder bryndreka frá Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Úkraínumenn hafa nú fengið nánast alla þá skriðdreka og bryndreka og þær fallbyssur, skotfæri loftvarnir og annað sem þeim hefur verið lofað hingað til. Christopher Cavoli, sem er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti herforingi Atlantshafsbandalagsins, sagði þingmönnum á miðvikudaginn að Úkraínumenn hefðu fengið meira en 98 prósent þess sem þeim hefði verið lofað og það hefði tekist fyrir gagnárásir þeirra. „Ég er fullviss um að við séum búin að afhenda þau hergögn sem þeir þurfa og við munum halda áfram að styðja við aðgerðir þeirra áfram,“ sagði Cavoli, samkvæmt frétt New York Times. Úkraínskir hermenn nærri Bakhmut.AP/Libkos Miðillinn hefur eftir vestrænum embættismönnum að þeir séu vongóðir um að þær birgðir sem Úkraínumenn hafi fengið muni endast þeim í gagnárásunum, sem talið er að muni mögulega hefjast í næsta mánuði. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, tók undir ummæli Cavoli á blaðamannafundi í gær og sagði að Úkraínumenn hefðu fengið 1.550 bryndreka og 230 skriðdreka til að mynda nýjar hersveitir, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Búið væri að mynda og þjálfa níu stórfylki (e. Brigade) og Úkraínumenn væru í góðri stöðu til að ná árangri í vor. Óljóst er hvort Úkraínumenn geti átt von á sambærilegum vopnasendingum á næstu mánuðum eða jafnvel árum, þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Vesturlanda á undanförnum mánuðum. Það er því mikið undir hjá Úkraínumönnum. Líklegir til að sækja að Asóvhafi Hvað Úkraínumenn ætla sér með þessar nýju hersveitir er enn óljóst en sérfræðingar búast fastlega við því að þeir muni reyna að sækja fram í Saporisjía héraði, með því markmiði að skera á landbrú Rússa til Krímskaga. Með því að sækja fram alla leið að ströndum Asóvhafs myndu Úkraínumenn einnig hafa færi á því að skjóta eldflaugum á brúnna yfir Kerch-sund og skip á hafinu. Það myndi hafa mikil áhrif á birgðaflutninga Rússa til Krímskaga og veikja tangarhald þeirra á skaganum, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Líkur hafa einnig verið leiddar að því að Úkraínumenn gætu reynt að sækja fram í Luhansk-héraði. Þar hafa bardagar ekki verið jafn harðir og sunnar í Dónetsk-héraði og fer mikið af hergagnaflutningum Rússa í Úkraínu í gegnum Luhansk. Bakhmut er nánast í rúst eftir harða bardaga í marga mánuði.AP/Libkos Hvað sem þeir gera, munu þeir þó líklega þurfa að brjóta sér leið í gengum varnir Rússa og nýta sér það gat til að komast á bavkið víglínurnar. Þannig vonast Úkraínumenn til þess að geta stökkt stórum hluta rússneska hersins á flótta, eins og gerðist til að mynda í Karkív-héraði síðasta sumar. Rússar eru þó með fleiri hermenn í Úkraínu en þá og víglínurnar eru þar að auki styttri. Úkraínumenn munu þar að auki þurfa að komast í gegnum jarðsprengjusvæði Rússa og aðrar varnarlínur þeirra. Hafa byggt upp umfangsmiklar varnir Varnir sem Rússar hafa verið að byggja upp í suðurhluta Úkraínu og jafnvel í sjálfu Rússlandi eru umfangsmiklar og eru bersýnilegar á gervihnattarmyndum af Úkraínu. Meðal annars felast þær á steyptum skriðdrekatálmum sem kallast „Drekatennur“ sem settir eru fyrir framan skotgrafir rússneskra hermanna. Blaðamenn Reuters hafa skoðað margar gervihnattamyndir og segja varnir Rússa virðast sterkastar í Saporisjía í suðri og við sjálfan Krímskaga. Sérfræðingar sem ræddu við fréttaveituna segja líklegt að miðað við umfang varnanna sem Rússar hafa byggt upp, þurfi marga hermenn til að manna þær almennilega. Úkraínumenn muni líklega reyna að nýta sér það með því að reyna að þvinga Rússa til að flytja hermenn sína og varalið til með sýndar- og skyndiárásum. Þannig gætu Úkraínumenn reynt að veikja varnir Rússa á stöðum þar sem þeir ætli sér að reyna að brjótast í gegnum þær. Einn sérfræðingur sagði Reuters að hann áætlaði að Úkraínumenn hefðu um hundrað þúsund hermenn til að nota til árása í vor. This updated map of Russia's field fortifications includes high resolution satellite imagery.Zoom in on select sites to see trenches, dragon s teeth, and other defenses constructed by Russian forces across occupied Ukraine: https://t.co/wmcAdWf81R pic.twitter.com/LHtBhp63Ql— Brady Africk (@bradyafr) April 20, 2023 Vantar fleiri hermenn en vilja ekki herkvaðningu Forsvarsmenn rússneska hersins hafa lagt mikið kapp á að ráða fleiri hermenn, bæði með herkvaðningu og með því að reyna að ráða nýja atvinnuhermenn. Washington Post segir að samkvæmt leynilegum skjölum frá bandarískum leyniþjónustum, sem blaðamenn hafa komið höndum yfir, hafi ráðamenn í Rússlandi áhyggjur af því að ætlanir hersins muni koma niður á vinnuafli Rússlands. Samkvæmt skjölunum studdi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í febrúar tillögu hersins um að ráða í laumi um fjögur hundruð þúsund hermenn á þessu ári. Ráðamenn í Vesturlöndum eru vongóðir um að þær birgðir sem búið er að senda til Úkraínu muni endast.Getty/Diego Herrera Carcedo Talið er að Rússar hafi byrjað stríðið með um 150 þúsund hermenn. Síðasta haust var svo farið í hverkvaðningu og eru rúmlega þrjú hundruð þúsund menn sagðir hafa verið kvaddir í herinn vegna hennar. Þar að auki hafa um fimmtíu þúsund menn, og þar af fjölmargir fangar, barist fyrir Wagner. Bandaríkjamenn áætla að 189.500 til 223 þúsund rússneskir hermenn hafi særst og fallið í átökunum. Þar af er talið að allt að 43 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið. Í frétt Washington Post segir að áætlað sé að Rússar hafi um 250 þúsund hermenn og kvaðmenn í Úkraínu um þessar mundir. Þrátt fyrir það hafi þeir litlum árangri náð í vetur og að forsvarsmenn hersins vilji fleiri menn. Ráðamenn hafa þó takmarkaðan vilja til að kveðja fleiri menn í herinn og stendur þess í stað til að skipa ríkisstjórum rússneska sambandsríkisins að ráða fleiri hermenn og að halda áfram að ráða fanga. Það er þrátt fyrir að ný lög hafi verið samþykkt í síðustu viku sem gera rússneskum mönnum nánast ómögulegt að komast hjá hverkvaðningu. Með því markmiði að fá fleiri menn til að bjóða sig fram, hefur ríkið meðal annars framleitt sjónvarpsauglýsingar þar sem „alvöru menn“ eru hvattir til að taka þátt í stríðinu í Úkraínu. „Þú ert maður. Vertu alvöru maður, gakktu til liðs við herinn,“ segir í auglýsingunni. This new recruitment video from the Russian Defence Ministry is something else pic.twitter.com/2Txt67jI2Q— Francis Scarr (@francis_scarr) April 19, 2023 Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. 27. apríl 2023 08:49 Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. 26. apríl 2023 12:03 Bætist í hóp ríkja sem styðja inngöngu Úkraínu í NATO Eistar bætast í hóp þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem styðja inngöngu Úkraínu. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær í Zítómír héraði í norðurhluta Úkraínu 25. apríl 2023 11:30 Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu. 22. apríl 2023 08:17 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent
Rússar hafa einnig náð árangri nærri Avdiivka, suður af Bakhmut og þar að auki hafa þeir gert árásir við Marinka, sem er enn sunnar. Hvar þessir bæir eru má sjá á einu af meðfylgjandi kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. NEW: The #Russian military command appears to be reshuffling the leadership of command organs associated with force generation, sustainment, and logistics.Our latest: https://t.co/E5eNcA1HHE pic.twitter.com/13Y70FZjma— ISW (@TheStudyofWar) April 27, 2023 Víða í Varnarstöðu Herforingjaráð Úkraínu sagði í gærmorgun að Rússar hefðu ekki reynt að sækja fram annars staðar á víglínum Úkraínu. Þess í stað væru þeir að taka upp varnarstöðu víða en á undanförnum mánuðum hafa Rússar byggt upp umfangsmiklar varnir í suðri og í austri, í aðdraganda væntanlegra gagnárása Úkraínumanna. Hörðustu bardagar síðust vikna hafa geisað í Bakhmut. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að Úkraínumenn komu fyrir sprengjum í húsi í Bakhmut sem þeir voru að verja. Þegar Rússar réðust á húsið og barist var um það, hörfuðu Úkraínumenn og sprengdu húsið í loft upp. Sjá einnig: Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Tiltölulega fáar byggingar eru standandi í Bakhmut og eru Úkraínumenn sagðir hafa lagt fleiri sambærilegar gildrur á síðustu vikum. Að koma sprengiefnum fyrir í varðstöðvum þeirra og sprengja þær í loft upp ef Rússar ná þeim og koma sér þar fyrir. Það var til dæmis gert með menningarhús Bakhmut fyrr í mánuðinum. Undermining the house of culture in #Bakhmut, #Donetsk Region. pic.twitter.com/8brFdhNtgs— KyivPost (@KyivPost) April 18, 2023 Segja árangur Rússa kostnaðarsaman Varnir Úkraínumanna í Bakhmut hafa kostað sitt en þeir segjast þó hafa fellt marga rússneska hermenn. Wall Street Journal hefur eftir Vikotor Khorenkok, yfirmanni sérsveita Úkraínu, sem heimsótti Bakhmut nýverið, að ástandið væri erfitt í Bakhmut en Rússar hefðu greitt hátt gjald fyrir árangur þeirra þar. Auk þess að berjast um bæinn sjálfan, hafa úkraínskir og rússneskir hermenn einnig barist um nánasta umhverfi Bakhmut. Þar hafa Rússar einnig sótt fram, bæði norður og suður af bænum, á undanförnum mánuðum. Nú er staðan þannig að Úkraínumenn hafa einungis eina leið til að flytja birgðir og hermenn til Bakhmut. Þó Úkraínumenn segist hafa valdið Rússum miklum skaða í Bakhmut, hafa varnir bæjarins kostað Úkraínumenn einnig. Starfsmenn New York Times heimsóttu nýverið víglínurnar í Úkraínu og ræddu þar við úkraínska hermenn. Þeirra á meðal var Valentyn, sem vinnur við að flytja særða hermenn og lík af víglínunni. Miðillinn birti átakanlegt viðtal við Valentyn þar sem hann lýsti störfum sínum og talaði um það að hann gréti stundum í hljóði vegna þess sem hann hefði séð og upplifað. Kvartar yfir skotfæraskorti Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur og eigandi málaliðahópsins Wagner Group, sagði í vikunni að hann ætti von á því að Úkraínumenn byrjuðu gagnárásir sínar snemma í næsta mánuði. Hann kvartaði einnig yfir skorti á skotfærum og sagði að sá skortur gæti reynst Rússum erfiður varðandi það að stöðva væntanlega sókn Úkraínumanna. Auðjöfurinn sagði að þeir sem bæru ábyrgð á þessum skorti myndu þurfa að svara fyrir það gagnvart fjölskyldum rússneskra kvaðmanna sem munu þjást vegna skortsins. Every day, Prigozhin comes up with a new mood for himself, anywhere between victorious and defeatist. Today, he's once again hysterical: in a 5-minute audio rant he declares that the Ukrainian offensive is inevitable, will start after 2nd May when the soil dries up, and that pic.twitter.com/uYPvQrmvza— Dmitri (@wartranslated) April 26, 2023 Búnir að fá mikið magn hergagna Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið verið að mynda nýjar hersveitir sem margar eru búnar vestrænum skrið- og bryndrekum. Er þar um að ræða Leopard skriðdreka frá Þýskalandi, Challenger skriðdreka frá Bretlandi, Bradley bryndreka frá Bandaríkjunum og Marder bryndreka frá Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Úkraínumenn hafa nú fengið nánast alla þá skriðdreka og bryndreka og þær fallbyssur, skotfæri loftvarnir og annað sem þeim hefur verið lofað hingað til. Christopher Cavoli, sem er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti herforingi Atlantshafsbandalagsins, sagði þingmönnum á miðvikudaginn að Úkraínumenn hefðu fengið meira en 98 prósent þess sem þeim hefði verið lofað og það hefði tekist fyrir gagnárásir þeirra. „Ég er fullviss um að við séum búin að afhenda þau hergögn sem þeir þurfa og við munum halda áfram að styðja við aðgerðir þeirra áfram,“ sagði Cavoli, samkvæmt frétt New York Times. Úkraínskir hermenn nærri Bakhmut.AP/Libkos Miðillinn hefur eftir vestrænum embættismönnum að þeir séu vongóðir um að þær birgðir sem Úkraínumenn hafi fengið muni endast þeim í gagnárásunum, sem talið er að muni mögulega hefjast í næsta mánuði. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, tók undir ummæli Cavoli á blaðamannafundi í gær og sagði að Úkraínumenn hefðu fengið 1.550 bryndreka og 230 skriðdreka til að mynda nýjar hersveitir, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Búið væri að mynda og þjálfa níu stórfylki (e. Brigade) og Úkraínumenn væru í góðri stöðu til að ná árangri í vor. Óljóst er hvort Úkraínumenn geti átt von á sambærilegum vopnasendingum á næstu mánuðum eða jafnvel árum, þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Vesturlanda á undanförnum mánuðum. Það er því mikið undir hjá Úkraínumönnum. Líklegir til að sækja að Asóvhafi Hvað Úkraínumenn ætla sér með þessar nýju hersveitir er enn óljóst en sérfræðingar búast fastlega við því að þeir muni reyna að sækja fram í Saporisjía héraði, með því markmiði að skera á landbrú Rússa til Krímskaga. Með því að sækja fram alla leið að ströndum Asóvhafs myndu Úkraínumenn einnig hafa færi á því að skjóta eldflaugum á brúnna yfir Kerch-sund og skip á hafinu. Það myndi hafa mikil áhrif á birgðaflutninga Rússa til Krímskaga og veikja tangarhald þeirra á skaganum, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Líkur hafa einnig verið leiddar að því að Úkraínumenn gætu reynt að sækja fram í Luhansk-héraði. Þar hafa bardagar ekki verið jafn harðir og sunnar í Dónetsk-héraði og fer mikið af hergagnaflutningum Rússa í Úkraínu í gegnum Luhansk. Bakhmut er nánast í rúst eftir harða bardaga í marga mánuði.AP/Libkos Hvað sem þeir gera, munu þeir þó líklega þurfa að brjóta sér leið í gengum varnir Rússa og nýta sér það gat til að komast á bavkið víglínurnar. Þannig vonast Úkraínumenn til þess að geta stökkt stórum hluta rússneska hersins á flótta, eins og gerðist til að mynda í Karkív-héraði síðasta sumar. Rússar eru þó með fleiri hermenn í Úkraínu en þá og víglínurnar eru þar að auki styttri. Úkraínumenn munu þar að auki þurfa að komast í gegnum jarðsprengjusvæði Rússa og aðrar varnarlínur þeirra. Hafa byggt upp umfangsmiklar varnir Varnir sem Rússar hafa verið að byggja upp í suðurhluta Úkraínu og jafnvel í sjálfu Rússlandi eru umfangsmiklar og eru bersýnilegar á gervihnattarmyndum af Úkraínu. Meðal annars felast þær á steyptum skriðdrekatálmum sem kallast „Drekatennur“ sem settir eru fyrir framan skotgrafir rússneskra hermanna. Blaðamenn Reuters hafa skoðað margar gervihnattamyndir og segja varnir Rússa virðast sterkastar í Saporisjía í suðri og við sjálfan Krímskaga. Sérfræðingar sem ræddu við fréttaveituna segja líklegt að miðað við umfang varnanna sem Rússar hafa byggt upp, þurfi marga hermenn til að manna þær almennilega. Úkraínumenn muni líklega reyna að nýta sér það með því að reyna að þvinga Rússa til að flytja hermenn sína og varalið til með sýndar- og skyndiárásum. Þannig gætu Úkraínumenn reynt að veikja varnir Rússa á stöðum þar sem þeir ætli sér að reyna að brjótast í gegnum þær. Einn sérfræðingur sagði Reuters að hann áætlaði að Úkraínumenn hefðu um hundrað þúsund hermenn til að nota til árása í vor. This updated map of Russia's field fortifications includes high resolution satellite imagery.Zoom in on select sites to see trenches, dragon s teeth, and other defenses constructed by Russian forces across occupied Ukraine: https://t.co/wmcAdWf81R pic.twitter.com/LHtBhp63Ql— Brady Africk (@bradyafr) April 20, 2023 Vantar fleiri hermenn en vilja ekki herkvaðningu Forsvarsmenn rússneska hersins hafa lagt mikið kapp á að ráða fleiri hermenn, bæði með herkvaðningu og með því að reyna að ráða nýja atvinnuhermenn. Washington Post segir að samkvæmt leynilegum skjölum frá bandarískum leyniþjónustum, sem blaðamenn hafa komið höndum yfir, hafi ráðamenn í Rússlandi áhyggjur af því að ætlanir hersins muni koma niður á vinnuafli Rússlands. Samkvæmt skjölunum studdi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í febrúar tillögu hersins um að ráða í laumi um fjögur hundruð þúsund hermenn á þessu ári. Ráðamenn í Vesturlöndum eru vongóðir um að þær birgðir sem búið er að senda til Úkraínu muni endast.Getty/Diego Herrera Carcedo Talið er að Rússar hafi byrjað stríðið með um 150 þúsund hermenn. Síðasta haust var svo farið í hverkvaðningu og eru rúmlega þrjú hundruð þúsund menn sagðir hafa verið kvaddir í herinn vegna hennar. Þar að auki hafa um fimmtíu þúsund menn, og þar af fjölmargir fangar, barist fyrir Wagner. Bandaríkjamenn áætla að 189.500 til 223 þúsund rússneskir hermenn hafi særst og fallið í átökunum. Þar af er talið að allt að 43 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið. Í frétt Washington Post segir að áætlað sé að Rússar hafi um 250 þúsund hermenn og kvaðmenn í Úkraínu um þessar mundir. Þrátt fyrir það hafi þeir litlum árangri náð í vetur og að forsvarsmenn hersins vilji fleiri menn. Ráðamenn hafa þó takmarkaðan vilja til að kveðja fleiri menn í herinn og stendur þess í stað til að skipa ríkisstjórum rússneska sambandsríkisins að ráða fleiri hermenn og að halda áfram að ráða fanga. Það er þrátt fyrir að ný lög hafi verið samþykkt í síðustu viku sem gera rússneskum mönnum nánast ómögulegt að komast hjá hverkvaðningu. Með því markmiði að fá fleiri menn til að bjóða sig fram, hefur ríkið meðal annars framleitt sjónvarpsauglýsingar þar sem „alvöru menn“ eru hvattir til að taka þátt í stríðinu í Úkraínu. „Þú ert maður. Vertu alvöru maður, gakktu til liðs við herinn,“ segir í auglýsingunni. This new recruitment video from the Russian Defence Ministry is something else pic.twitter.com/2Txt67jI2Q— Francis Scarr (@francis_scarr) April 19, 2023
Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. 27. apríl 2023 08:49
Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. 26. apríl 2023 12:03
Bætist í hóp ríkja sem styðja inngöngu Úkraínu í NATO Eistar bætast í hóp þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem styðja inngöngu Úkraínu. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær í Zítómír héraði í norðurhluta Úkraínu 25. apríl 2023 11:30
Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu. 22. apríl 2023 08:17