Sport

Svaraði sextán spurningum með samtals 58 orðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emma Raducanu gaf ekki mikið af sér á blaðamannafundi fyrir mótið í Madrid.
Emma Raducanu gaf ekki mikið af sér á blaðamannafundi fyrir mótið í Madrid. Getty/Harry Langer

Breska tennisstjarnan Emma Raducanu var heldur fámál á blaðamannafundi sínum fyrir Opna mótið í Madrid.

Svörin voru stutt og hún gaf lítið af sér. Fundurinn endaði síðan snemma þegar fjölmiðlafulltrúinn ákvað skyndilega að þetta væri komið gott.

Svo hneykslaður var blaðamaður The Telegraph á framlagi Emmu að hann taldi orðin hjá henni á fundinum. Þar kom í ljós að hún svaraði sextán spurningum með samtals 58 orðum.

Blaðamaður The Telegraph birti líka öll líka öll svörin hjá Raducanu, orð fyrir orð.

Dæmi um svör voru „allt í lagi“ þegar hún var spurð um líkamlegt ásigkomulag sitt og svo „við tökum á því“ þegar blaðamaður spurði meira út úlnliðsmeiðsli hennar.

Lengsta svarið hennar kom þegar hún var spurð um hvernig hún kæmu út úr Miami Open mótinu þar sem hún tapaði á móti Biöncu Andreescu í þremur settum.

„Já þetta var góð ferð til Bandaríkjanna. Erfiður leikur. En já ég held áfram að berjast,“ svaraði Emma Raducanu.

Raducanu sló í gegn og varð að súperstjörnu á augabragði þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2021 þá ekki orðin tvítug. Síðan þá hefur lítið gengið og hún ekki komist upp úr annarri umferð á risamóti.

Undanfarin misseri hefur hún glímt við meiðsli og allt hefur orðið til þess að hún gæti dottið út af topp hundrað í heiminum geri hún ekkert á komandi mótum. Það er slæmt því tenniskonur utan topp hundrað á heimslistanum geta ekki treyst á boð inn á risamótin.

Nokkrum klukkutímum fyrir fyrsta leik á mótinu þá hætti Emma síðan við þátttöku á mótinu í Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×