Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 11:59 Sýn/ Ívar Fannar Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. Síðustu daga hafa fréttir borist af fjölmörgum andlátum af völdum ofskömmtunar fíkniefna og hafa óstaðfestar fullyrðingar um fjölda þess efnis verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Ekki liggja fyrir staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ greindi frá því í kvöldréttum Rúv í gær að 35 manns undir fimmtugu hafi látist af þeim völdum það sem af er ári. Hún óttast að metfjöldi muni falli frá á árinu úr ofskömmtun. Þjóðarátak mikilvægt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir faraldur ríkja og að mikilvægt sé að ráðast í þjóðarátak. „Þetta er eins og nefnt er faraldur, ákall. Ég hlusta á fólkið sem er að sinna á sjúklingunum, ég hlusta á aðstandendur, og við heyrum þetta í samfélaginu,“ segir Willum. Hann segir að mikilvægt að umræðan um þessi málefni sé opin. „Það getur leitt okkur á þann stað að eyða fordómum sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina. Þetta er svipað og með umræðuna um geðsjúkdóma.“ Mikilvægt að viðbragðið sé hratt Willum segir sitt hlutverk vera að hlusta og bregðast við. Nauðsynlegt sé að bregðast við af krafti. „En þetta er auðvitað flókinn sjúkdómur, hann er auðvitað bráðdrepandi. Lífshættulegur. En hann er flókinn. Honum fylgja félagslegar áskoranir. Þannig að við þurfum fjölbreytt úrræði. Við þurfum að styrkja viðbragðsmeðferð. Þar að segja þegar sjúklingar þurfa stuðning og hjálp á þeim tímapunkti í þeim félagslegu aðstæðum þar sem þeir eru. Að við getum brugðist hratt við, hvort sem fólk kemur inn á heilsugæslu eða bráðamóttöku, að það fái þjónustu, að það taki eitthvað við, viðbragðið sé hratt, hvort heldur afeitrun eða við taki viðhaldsmeðferð.“ Að sögn Willums er þróunin stöðugt upp á við og það megi sjá í gögnum frá Lyfjanefnd og frá Vogi. En nú er mögulega eitthvað að gerast, brotna í samfélaginu okkar. Hann segir ekki vísbendingar um auknar lyfjaávísanir ópíóða sem gefi til kynna að hér fari fram ólögleg framleiðsla, sem sé auðvitað stórhættulegt. „Það þarf hreinlega að skera upp herör" Willum hyggst taka málið til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag en hann segir nauðsynlegt að bregðast við þvert á ráðuneyti. Þá sé mikilvægt að horfa til skaðaminnkandi úrræða en hingað til hafi verið gert allt of lítið. „Eru það fordómar eða eitthvað annað, ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég veit bara að við þurfum að gera miklu miklu betur þar. Þetta er ákall, lífshættulegt og bráðdrepandi og við þurfum þessvegna að bregðast við því ákalli. Þetta er samfélagslegt verkefni, og það þarf hreinlega að skera upp herör.“ Varðandi Naloxon mótefni gegn ofskömmtun ópíóða segir Willum það til skoðunar að selja lyfið í lausasölu. „Þetta er mjög mikilvæg viðbót þegar fólk er í bráðaaðstæðum, andnauð, hjartastoppi. Fólk er óafvitandi að taka of sterk efni, það er erfitt fyrir sjúklinginn að átta sig á því hversu sterk efnin eru,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Síðustu daga hafa fréttir borist af fjölmörgum andlátum af völdum ofskömmtunar fíkniefna og hafa óstaðfestar fullyrðingar um fjölda þess efnis verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Ekki liggja fyrir staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ greindi frá því í kvöldréttum Rúv í gær að 35 manns undir fimmtugu hafi látist af þeim völdum það sem af er ári. Hún óttast að metfjöldi muni falli frá á árinu úr ofskömmtun. Þjóðarátak mikilvægt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir faraldur ríkja og að mikilvægt sé að ráðast í þjóðarátak. „Þetta er eins og nefnt er faraldur, ákall. Ég hlusta á fólkið sem er að sinna á sjúklingunum, ég hlusta á aðstandendur, og við heyrum þetta í samfélaginu,“ segir Willum. Hann segir að mikilvægt að umræðan um þessi málefni sé opin. „Það getur leitt okkur á þann stað að eyða fordómum sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina. Þetta er svipað og með umræðuna um geðsjúkdóma.“ Mikilvægt að viðbragðið sé hratt Willum segir sitt hlutverk vera að hlusta og bregðast við. Nauðsynlegt sé að bregðast við af krafti. „En þetta er auðvitað flókinn sjúkdómur, hann er auðvitað bráðdrepandi. Lífshættulegur. En hann er flókinn. Honum fylgja félagslegar áskoranir. Þannig að við þurfum fjölbreytt úrræði. Við þurfum að styrkja viðbragðsmeðferð. Þar að segja þegar sjúklingar þurfa stuðning og hjálp á þeim tímapunkti í þeim félagslegu aðstæðum þar sem þeir eru. Að við getum brugðist hratt við, hvort sem fólk kemur inn á heilsugæslu eða bráðamóttöku, að það fái þjónustu, að það taki eitthvað við, viðbragðið sé hratt, hvort heldur afeitrun eða við taki viðhaldsmeðferð.“ Að sögn Willums er þróunin stöðugt upp á við og það megi sjá í gögnum frá Lyfjanefnd og frá Vogi. En nú er mögulega eitthvað að gerast, brotna í samfélaginu okkar. Hann segir ekki vísbendingar um auknar lyfjaávísanir ópíóða sem gefi til kynna að hér fari fram ólögleg framleiðsla, sem sé auðvitað stórhættulegt. „Það þarf hreinlega að skera upp herör" Willum hyggst taka málið til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag en hann segir nauðsynlegt að bregðast við þvert á ráðuneyti. Þá sé mikilvægt að horfa til skaðaminnkandi úrræða en hingað til hafi verið gert allt of lítið. „Eru það fordómar eða eitthvað annað, ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég veit bara að við þurfum að gera miklu miklu betur þar. Þetta er ákall, lífshættulegt og bráðdrepandi og við þurfum þessvegna að bregðast við því ákalli. Þetta er samfélagslegt verkefni, og það þarf hreinlega að skera upp herör.“ Varðandi Naloxon mótefni gegn ofskömmtun ópíóða segir Willum það til skoðunar að selja lyfið í lausasölu. „Þetta er mjög mikilvæg viðbót þegar fólk er í bráðaaðstæðum, andnauð, hjartastoppi. Fólk er óafvitandi að taka of sterk efni, það er erfitt fyrir sjúklinginn að átta sig á því hversu sterk efnin eru,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28